Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • be þjálfunarliður 37 bls. 212-bls. 214 gr. 5
  • Aðalatriðin dregin fram

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Aðalatriðin dregin fram
  • Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Svipað efni
  • Aðalatriðin dregin fram
    Leggðu þig fram við að lesa og kenna
  • Áhersla á ræðustef og aðalatriði
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Að semja uppkast
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Rifjaðu upp aðalatriðin
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
Sjá meira
Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
be þjálfunarliður 37 bls. 212-bls. 214 gr. 5

Námskafli 37

Aðalatriðin dregin fram

Hvað þarftu að gera?

Raðaðu efninu og flyttu það þannig að aðalatriðin fái sérstaka áherslu.

Hvers vegna er það mikilvægt?

Það er minnishjálp og stuðlar þar með að því að áheyrendur hugleiði efnið og fari eftir því.

HVER eru aðalatriðin í ræðu? Þau eru ekki aðeins athyglisverð mál eða efni sem nefnd eru í framhjáhlaupi heldur mikilvæg atriði sem fjallað er ítarlega um. Þetta eru meginatriðin sem eru nauðsynleg til að þú náir markmiði þínu.

Til að halda aðalatriðunum á loft þarftu að velja efnið skynsamlega og setja það vel saman. Við undirbúning ræðu leggst iðulega til meira efni en hægt er að nota. Hvernig er hægt að ákveða hvaða efni eigi að vera með?

Í fyrsta lagi skaltu taka mið af því hverjir hlusta á þig. Þekkja flestir lítið til efnisins eða eru þeir býsna kunnugir því? Eru þeir flestir sammála því sem Biblían segir eða eru sumir eilítið efagjarnir? Hvað eiga þeir við að glíma í dagsins önn er þeir leitast við að fylgja leiðbeiningum Biblíunnar um viðkomandi mál? Í öðru lagi skaltu fullvissa þig um að þú hafir skýrt í huga hverju þú vilt áorka með því að tala fyrir þessum áheyrendahópi um viðkomandi málefni. Leggðu mat á efnið með þessar tvær reglur að leiðarljósi og notaðu aðeins það sem á raunverulega heima í ræðunni.

Ef þú hefur fengið uppkast að ræðunni þar sem gefið er upp stef og aðalatriði skaltu fylgja því vel. En þú eykur til muna gildi þess efnis, sem þú berð fram, ef þú vinnur úr aðalatriðunum í samræmi við það sem nefnt er hér á undan. Hafir þú ekki fengið uppkast í hendur þarftu að velja aðalatriðin sjálfur.

Um leið og þú ert búinn að átta þig vel á aðalatriðunum og raða niður ítarefninu sem styður þau áttu auðveldara með að flytja ræðuna og áheyrendur hafa að öllum líkindum meira gagn af henni en ella.

Ýmsar leiðir til að raða efninu. Það má raða meginefni ræðunnar á ýmsa vegu. Kynntu þér þá og þú kemst að raun um að það eru til nokkrar áhrifaríkar leiðir, allt eftir því hvaða markmiði þú vilt ná.

Það er mjög sveigjanleg aðferð að raða efninu eftir efnisflokkum. (Hvert aðalatriði er nauðsynlegt vegna þess að það eykur skilning áheyrenda á efninu eða stuðlar að því að þú náir markmiðinu með ræðunni.) Tímaröð er annar möguleiki. (Svo dæmi sé tekið mætti byrja á atburðum fyrir flóðið, ræða síðan um atburði fyrir eyðingu Jerúsalem og fjalla að lokum um atburði á okkar tímum.) Þriðji möguleikinn er orsök og afleiðing. (Hér er hægt að fara í báðar áttir. Þú gætir byrjað á því að ræða um eitthvert ástand sem er núna, það er að segja afleiðinguna, og bent síðan á orsökina.) Fjórða aðferðin er sú að bregða upp andstæðum. (Þú gætir borið saman gott og slæmt eða jákvætt og neikvætt.) Stundum má beita fleiri en einni aðferð í sömu ræðu.

Þegar Stefán stóð ákærður að ósekju frammi fyrir æðstaráði Gyðinga flutti hann áhrifamikla ræðu þar sem hann raðaði efninu í tímaröð. Lestu ræðuna í Postulasögunni 7:2-53 og taktu eftir hvernig hann velur efnið markvisst. Fyrst vísar hann til þess að hann sé að segja frá atburðum sem áheyrendur hans geta ekki afneitað. Síðan bendir hann á að Guð hafi notað Jósef til að bjarga ættingjum sínum þó að bræður hans hefðu verið búnir að hafna honum. Þessu næst nefnir hann að Gyðingar hafi óhlýðnast Móse sem Guð þó notaði. Hann lýkur svo ræðunni með því að vekja athygli á að Gyðingarnir, sem báru ábyrgð á dauða Jesú, hafi sýnt sama hugarfar og Gyðingar fyrri kynslóða.

Ekki of mörg aðalatriði. Hvert sem ræðuefnið er skiptist það aðeins í fáein aðalatriði. Oftast má telja þau á fingrum annarrar handar og gildir þá einu hvort þú ætlar að tala í 5 mínútur, 10 mínútur, hálftíma eða lengur. Reyndu ekki að láta of mörg aðalatriði skera sig úr. Áheyrendur ná aðeins að meðtaka vissan fjölda mismunandi hugmynda í einu. Og því lengri sem ræðan er, þeim mun einfaldari verður hún að vera og aðalatriðin kröftugri og skýrari.

Hversu mörg sem aðalatriðin eru þarftu að gæta þess að vinna nógu vel úr þeim öllum. Gefðu áheyrendum nægan tíma til að skoða hvert þeirra þannig að það greypist í huga þeirra.

Ræðan þarf að hafa á sér einfalt yfirbragð, en það er ekki alltaf háð efnismagninu. Ef þú flokkar efnið greinilega undir fáeinum aðalfyrirsögnum og vinnur úr einum lið í einu verður auðveldara að fylgjast með ræðunni og muna eftir því sem þú segir.

Láttu aðalatriðin skera sig úr. Ef efnið er rökrétt flokkað verður tiltölulega auðvelt fyrir þig að flytja það þannig að aðalatriðin séu skýr og greinileg.

Ein besta leiðin til að láta aðalatriðin skera sig úr er sú að leggja fram sannanir, benda á ritningarstaði og nota annað efni á þann hátt að það beini athyglinni að aðalhugmyndinni og styrki hana. Allt stuðningsefni ætti að skýra, sanna eða styrkja aðalhugmyndina. Taktu ekki með óviðkomandi efni aðeins af því að það er athyglisvert. Sýndu greinilega fram á hvernig viðbótarefni tengist aðalhugmyndinni sem það á að styðja. Láttu ekki áheyrendur um að finna út úr því. Hægt er að sýna fram á tengslin með því að endurtaka lykilorð sem lýsa aðalhugmyndinni eða með því að endurtaka kjarnann í aðalhugmyndinni annað slagið.

Sumir ræðumenn leggja áherslu á aðalatriðin með því að númera þau. Þetta er vissulega ein aðferð til þess en má ekki koma í stað þess að vanda efnisvalið og vinna rökrétt úr því.

Þú gætir byrjað á því að segja hver aðalhugmyndin er áður en þú styður hana með rökum. Þannig vekurðu athygli áheyrenda á gildi þess sem kemur í framhaldinu og það leggur jafnframt áherslu á aðalhugmyndina. Síðan gætirðu styrkt hana með samantekt eftir að þú hefur unnið vel úr henni.

Í boðunarstarfinu. Þær meginreglur, sem hér um ræðir, eiga ekki aðeins við um formlegan ræðuflutning heldur einnig samtöl í boðunarstarfinu. Undirbúðu þig með því að vera tilbúinn til að ræða um mál sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Veldu stef sem gefur tilefni til að benda viðmælandanum á þá lausn sem Biblían hefur fram að færa. Veldu eitt eða tvö aðalatriði til að vinna úr og ritningarstaði til að styðja þau. Hugleiddu síðan hvernig þú ætlar að hefja samtalið. Með því að undirbúa þig þannig geturðu verið sveigjanlegur eins og nauðsynlegt er þegar fólk ræðir saman. Og það auðveldar þér að koma einhverju á framfæri sem húsráðandinn man eftir þegar þú ert farinn.

ÞANNIG FERÐU AÐ

  • Áður en þú velur aðalatriðin skaltu hugleiða hvað áheyrendur vita fyrir fram um efnið og ákveða hverju þú vilt áorka. Hafðu þetta í huga þegar þú raðar niður efninu.

  • Sýndu greinilega fram á tengslin milli staðreynda, ritningarstaða og annars efnis, og meginhugmyndarinnar sem þau styðja.

  • Vektu athygli á hverju aðalatriði fyrir sig. Þetta má gera með því að númera þau, með því að tiltaka hvert aðalatriði áður en þú ræðir um stuðningsefnið eða með því að endurtaka aðalatriðið eftir að þú ert búinn að fjalla um það.

ÆFING: Farðu yfir námsgrein vikunnar í Varðturninum. Reyndu að koma auga á aðalatriðin með hliðsjón af millifyrirsögnunum og upprifjunarspurningunum. Það gæti verið gott fyrir þig að gera þetta í hverri viku.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila