Söngur 103
Hús úr húsi
Prentuð útgáfa
1. Við förum hús úr húsi öll
svo heyrinkunnugt sé,
orð Jehóva um borg og bæ
hans boð að láta’ í té.
Og gleðifrétt um Guðsríki
er gerð kunn vítt og breitt,
af ungum jafnt sem öldruðum
sem elska Drottin heitt.
2. Við sérhvert hús og hverjar dyr
sagt hjálpræði er frá.
Það öðlast þeir er ákveða
nafn alvalds Guðs að dá.
En aldrei fá menn ákallað
Guð er ei þekkja þeir.
Því boðum nafnið helga hans
í heimahúsum meir.
3. Við knýjum enn á hverjar dyr
og kynnum ríkisfrétt.
En hvort menn sinna sannleik Guðs
í sjálfsvald er þeim sett.
Nafn Jehóva þeim segjum samt
og sönn trú kunn er gjörð.
Er förum hús úr húsi við
menn heyra af hans hjörð.
(Sjá einnig Post. 2:21; Rómv. 10:14.)