Söngur 69
Vísa mér vegi þína
Prentuð útgáfa
1. Með þökk viljum þiggja þitt hlýlega boð,
er þinn bústað fagnandi sækjum.
Því orð þitt er ljós sem lýsir upp veginn,
þá leiðsögn af gleði við rækjum.
(VIÐLAG)
Mér veittu skyn að mega þekkja þig
og meðtaka þín boð á lífsins stig.
Láttu mig ganga götu sannleikans,
þín gleði er mér varnamúr og krans.
2. Þín viska svo víðfeðm er óendanleg
og vandaðir dómarnir hugga.
Og orðið þitt gjöf sem aðdáun vekur
um eilífð án flöktandi skugga.
(VIÐLAG)
Mér veittu skyn að mega þekkja þig
og meðtaka þín boð á lífsins stig.
Láttu mig ganga götu sannleikans,
þín gleði er mér varnamúr og krans.
(Sjá einnig 2. Mós. 33:13; Sálm. 1:2; 119:27, 35, 73, 105.)