Söngur 142
Vitnum fyrir alls konar fólki
Að líkjast Guði kappsmál okkur er
og forðast hlutdrægnina líka ber.
Að bjarga alls kyns fólki er hans ósk,
hann býður öllum: Tilheyrið þið mér.
(VIÐLAG)
Guð sér meir en aðrir sjá,
hann sér hjartans innstu þrá.
Hans boðum komum allra manna til.
Vegna kærleika ég fer,
áfram vitna hvar sem er,
vináttu Guðs og kærleik boða vil.
Ei skiptir máli hvar við finnum fólk
né hvað við fyrstu sýn þá blasir við.
Því öllu skiptir hjartalag hvers manns
og öllum býður Jehóva sinn frið.
(VIÐLAG)
Guð sér meir en aðrir sjá,
hann sér hjartans innstu þrá.
Hans boðum komum allra manna til.
Vegna kærleika ég fer,
áfram vitna hvar sem er,
vináttu Guðs og kærleik boða vil.
Enn velkomið er þeim sem velja það
að segja skilið gamla heiminn við.
Við vitum það og kunngerum það djörf
svo alls kyns fólki boðum við Guðs grið.
(VIÐLAG)
Guð sér meir en aðrir sjá,
hann sér hjartans innstu þrá.
Hans boðum komum allra manna til.
Vegna kærleika ég fer,
áfram vitna hvar sem er,
vináttu Guðs og kærleik boða vil.
(Sjá einnig Jóh. 12:32; Post. 10:34; 1. Tím. 4:10; Tít. 2:11.)