Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 17 bls. 46-bls. 47 gr. 2
  • Móse valdi að þjóna Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Móse valdi að þjóna Jehóva
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Barninu Móse bjargað
    Biblíusögubókin mín
  • Vondur konungur í Egyptalandi
    Biblíusögubókin mín
  • Hvers vegna Móse flúði
    Biblíusögubókin mín
  • Guð frelsar Ísraelsmenn
    Biblían — hver er boðskapur hennar?
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 17 bls. 46-bls. 47 gr. 2
Dóttir faraós finnur Móse þegar hann er ungbarn. Mirjam stendur nálægt og horfir á.

SAGA 17

Móse valdi að þjóna Jehóva

Í Egyptalandi fékk fjölskylda Jakobs nafnið Ísraelsmenn. Eftir að Jakob og Jósef voru dánir fékk landið nýjan faraó. Hann var hræddur um að Ísraelsmenn myndu verða sterkari en Egyptar. Þess vegna gerði hann Ísraelsmenn að þrælum. Hann neyddi þá til að búa til múrsteina og vinna mjög mikið á ökrunum. Egyptarnir létu Ísraelsmenn vinna meira og meira en samt urðu þeir bara fleiri og fleiri. Faraó var ekki ánægður með það og þess vegna sagði hann að það ætti að drepa alla nýfædda stráka Ísraelsmanna. Hugsaðu þér hvað Ísraelsmenn hljóta að hafa verið hræddir.

Ísraelsk kona sem hét Jókebed eignaðist fallegan lítinn strák. Hún vildi vernda hann og setti hann þess vegna í körfu og faldi hann í sefgróðri í ánni Níl. Mirjam, systir litla stráksins, beið nálægt til að fylgjast með hvað myndi gerast.

Dóttir faraós kom til að baða sig í ánni og sá körfuna. Hún sá grátandi barn í körfunni og vorkenndi litla stráknum. Mirjam spurði: ‚Á ég að fara og finna konu sem getur haft hann á brjósti fyrir þig?‘ Dóttir faraós vildi það og Mirjam sótti Jókebed mömmu sína. Dóttir faraós sagði: ‚Taktu barnið og hafðu það á brjósti fyrir mig og ég skal borga þér fyrir það.‘

Móse á hlaupum.

Þegar strákurinn var orðinn stærri fór Jókebed með hann til dóttur faraós. Dóttir faraós gaf honum nafnið Móse og ól hann upp eins og sinn eigin son. Móse gat fengið hvað sem hann vildi því að hann ólst upp sem prins. En Móse gleymdi aldrei Jehóva. Hann vissi að hann var í rauninni Ísraelsmaður en ekki Egypti. Og hann valdi að þjóna Jehóva.

Þegar Móse var orðinn 40 ára ákvað hann að hjálpa fólkinu sínu. Þegar hann sá Egypta slá ísraelskan þræl sló hann Egyptann svo fast að hann dó. Síðan gróf hann Egyptann í sandinn til að fela hann. Þegar faraó komst að þessu ætlaði hann að drepa Móse. En Móse flúði til Midíanslands. Jehóva passaði upp á hann þar.

„Vegna trúar neitaði Móse … að láta kalla sig dótturson faraós og kaus frekar að þola illa meðferð með fólki Guðs.“ – Hebreabréfið 11:24, 25.

Spurningar: Hvernig var farið með Ísraelsmenn í Egyptalandi? Af hverju flúði Móse frá Egyptalandi?

1. Mósebók 49:33; 2. Mósebók 1:1–14, 22; 2:1–15; Postulasagan 7:17–29; Hebreabréfið 11:23–27

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila