Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 27
  • Vondur konungur í Egyptalandi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vondur konungur í Egyptalandi
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Móse valdi að þjóna Jehóva
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Förin yfir Rauðahaf
    Biblíusögubókin mín
  • Næstu sex plágurnar
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Fyrstu þrjár plágurnar
    Lærum af sögum Biblíunnar
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 27

KAFLI 27

Vondur konungur í Egyptalandi

MENNIRNIR hér eru að neyða aðra menn til að vinna. Sjáðu manninn sem slær einn af verkamönnunum með svipu! Verkamennirnir tilheyra fjölskyldu Jakobs og eru kallaðir Ísraelsmenn. Mennirnir, sem neyða þá til að vinna, eru Egyptar. Ísraelsmenn eru orðnir þrælar Egypta. Hvernig gerðist það?

Í mörg ár bjó hin stóra fjölskylda Jakobs í friði í Egyptalandi. Jósef, sem var voldugasti maðurinn í Egyptalandi næst á eftir Faraó konungi, gætti þeirra. En svo dó Jósef. Og nýr Faraó, sem líkaði ekki við Ísraelsmenn, varð konungur í Egyptalandi.

Þessi vondi Faraó gerði Ísraelsmenn að þrælum. Og hann lét illgjarna og grimma menn gæta þeirra og skipa þeim fyrir verkum. Þeir neyddu Ísraelsmenn til að vinna erfiðisvinnu við að byggja borgir handa Faraó. En samt fjölgaði Ísraelsmönnum jafnt og þétt. Að nokkrum tíma liðnum tóku Egyptar að óttast að Ísraelsmenn yrðu allt of fjölmennir og allt of öflugir.

Veistu hvað Faraó gerði þá? Hann kallaði til sín konurnar, sem hjálpuðu ísraelskum mæðrum þegar þær fæddu börn sín, og sagði við þær: ‚Þið skuluð deyða alla drengi sem fæðast.‘ En þær voru góðar konur og vildu ekki deyða nýfæddu drengina.

Þá gaf Faraó mönnum sínum þessa skipun: ‚Takið nýfæddu ísraelsku drengina og deyðið þá. Látið aðeins stúlkurnar lifa.‘ Var þetta ekki hræðileg skipun? Við skulum nú sjá hvernig einum drengjanna var bjargað.

2. Mósebók 1:6-22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila