Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 20 bls. 52-bls. 53 gr. 3
  • Næstu sex plágurnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Næstu sex plágurnar
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Fyrstu þrjár plágurnar
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Móse og Aron hjá Faraó
    Biblíusögubókin mín
  • Móse valdi að þjóna Jehóva
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Vondur konungur í Egyptalandi
    Biblíusögubókin mín
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 20 bls. 52-bls. 53 gr. 3
Engisprettusveimur.

SAGA 20

Næstu sex plágurnar

Móse og Aron fóru til faraós með skilaboð frá Guði: ‚Ef þú leyfir fólkinu mínu ekki að fara sendi ég broddflugur yfir landið.‘ Það varð allt morandi í broddflugum í húsum Egypta, bæði þeirra sem voru ríkir og þeirra sem voru fátækir. Það var fullt af broddflugum í öllu landinu. En í Gósenlandi, þar sem Ísraelsmenn bjuggu, voru engar broddflugur. Frá og með fjórðu plágunni komu plágurnar bara yfir Egyptana. Faraó sagði: ‚Þið megið fara. Biðjið bara Jehóva að taka þessar ömurlegu flugur í burtu.‘ En þegar Jehóva tók broddflugurnar í burtu skipti faraó um skoðun. Ætlaði faraó aldrei að læra?

Jehóva sagði: ‚Ef faraó leyfir fólkinu mínu ekki að fara verða dýr Egyptanna veik og deyja.‘ Næsta dag dóu mörg af dýrunum. En dýr Ísraelsmanna dóu ekki. Faraó var enn þá þrjóskur og vildi ekki gefa sig.

Þá sagði Jehóva Móse að fara aftur til faraós og kasta ösku upp í loftið. Askan varð að ryki sem fyllti loftið og lagðist á alla Egyptana. Allir Egyptarnir og dýrin þeirra fengu vond sár undan rykinu. En faraó leyfði Ísraelsmönnunum samt ekki að fara.

Fjórða til sjötta plágan í Egyptalandi: broddflugur, plága yfir búféð, kýli.

Jehóva sendi Móse aftur til faraós með skilaboð: ‚Bannar þú fólkinu mínu enn þá að fara? Á morgun kemur hagl yfir landið.‘ Daginn eftir lét Jehóva koma hagl, þrumur og eld. Þetta var versta óveður sem hafði nokkurn tíma komið yfir Egyptaland. Öll trén og plönturnar eyðilögðust, nema í Gósenlandi. Faraó sagði: ‚Biddu Jehóva að láta þetta hætta. Þá megið þið fara.‘ En um leið og haglið og rigningin hætti skipti faraó um skoðun.

Þá sagði Móse: ‚Núna munu engisprettur éta allar plönturnar sem drápust ekki í haglinu.‘ Milljónir engispretta átu allt sem var eftir á ökrunum og á trjánum. Faraó bað: ‚Biddu Jehóva að taka þessar engisprettur í burtu.‘ En þó að Jehóva gerði það hélt faraó áfram að vera þrjóskur.

Jehóva sagði við Móse: „Réttu út höndina til himins.“ Og um leið varð svartamyrkur. Egyptarnir sáu ekki neitt í þrjá daga. En þar sem Ísraelsmenn bjuggu var bjart.

Sjöunda til níunda plágan í Egyptalandi: hagl, engisprettur, myrkur.

Faraó sagði við Móse: ‚Þú og fólkið þitt megið fara. En skiljið dýrin ykkar eftir.‘ Móse sagði: ‚Við verðum að taka dýrin okkar með svo að við getum fært Guði fórn.‘ Faraó varð bálreiður. Hann öskraði: ‚Burt með ykkur! Ef ég sé ykkur aftur drep ég ykkur!‘

„Þá sjáið þið aftur muninn á réttlátum manni og vondum, á þeim sem þjónar Guði og þeim sem þjónar honum ekki.“ – Malakí 3:18.

Spurningar: Hvaða plágur sendi Guð næst? Hvernig voru þær ólíkar fyrstu þrem plágunum?

2. Mósebók 8:20–10:29

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila