Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 25 bls. 64-bls. 65 gr. 3
  • Tjaldbúðin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tjaldbúðin
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Metum mikils að tilbiðja Jehóva í andlegu musteri hans
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Tilbeiðslutjald
    Biblíusögubókin mín
  • „Bænahús fyrir allar þjóðir“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • 2. Mósebók – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 25 bls. 64-bls. 65 gr. 3
Tjaldbúðin og forgarðurinn.

SAGA 25

Tjaldbúðin

Þegar Móse var á Sínaífjalli sagði Jehóva honum að búa til sérstakt tjald þar sem Ísraelsmenn gætu tilbeðið hann. Það var kallað tjaldbúð. Þeir gátu tekið tjaldbúðina með sér þegar þeir fluttu á nýja staði.

Jehóva sagði við Móse: ‚Segðu fólkinu að gefa það sem það getur til að hægt sé að gera tjaldbúðina.‘ Ísraelsmennirnir gáfu gull, silfur, kopar, dýrmæta steina og skartgripi. Þeir gáfu líka ull, lín, skinn af dýrum og margt annað. Þeir voru svo gjafmildir að Móse þurfti að segja þeim: ‚Við erum komin með nóg. Ekki koma með meira.‘

Ísraelsmenn koma með gjafir til að hægt sé að gera tjaldbúðina.

Margir duglegir karlar og konur hjálpuðu til við að gera tjaldbúðina. Sumir spunnu þræði, ófu efni eða saumuðu út í efnið. Aðrir slípuðu steina, unnu með gull eða skáru út í tré. Jehóva hjálpaði þeim að gera þetta vel.

Fólkið gerði tjaldbúðina alveg eins og Jehóva sagði þeim að gera hana. Það gerði fallega gardínu til að skipta tjaldbúðinni í tvo hluta, hið heilaga og hið allra helgasta. Inni í hinu allra helgasta var sáttmálsörkin. Hún var gerð úr akasíuviði og gulli. Í hinu heilaga var ljósastika úr gulli, borð og altari til að brenna reykelsi. Í forgarðinum var vatnsker úr kopar og stórt altari. Sáttmálsörkin minnti Ísraelsmenn á að þeir höfðu lofað að hlýða Jehóva. Veist þú hvað sáttmáli er? Það er sérstakt loforð.

Jehóva valdi Aron og syni hans til að vera prestar við tjaldbúðina. Þeir áttu að hugsa um hana og færa Jehóva fórnir. Aron var æðstipresturinn og hann var sá eini sem mátti fara inn í hið allra helgasta. Hann gerði það einu sinni á ári til að færa fórn fyrir syndir sínar, fjölskyldu sinnar og allrar Ísraelsþjóðarinnar.

Ísraelsmenn voru búnir að gera tjaldbúðina einu ári eftir að þeir fóru út úr Egyptalandi. Núna voru þeir með stað til að tilbiðja Jehóva á.

Jehóva sýndi að hann var ánægður með tjaldbúðina og hann lét ský birtast fyrir ofan hana. Ísraelsmenn fluttu ekki á meðan skýið var fyrir ofan tjaldbúðina. En þegar skýið lyftist vissu þeir að það var kominn tími til að fara. Þá tóku þeir saman tjaldbúðina og eltu skýið.

„Þá heyrði ég sterka rödd frá hásætinu sem sagði: ‚Taktu eftir. Tjald Guðs er hjá mönnunum og hann mun búa hjá þeim og þeir verða fólk hans. Guð sjálfur verður hjá þeim.‘“ – Opinberunarbókin 21:3.

Spurningar: Hvað sagði Jehóva Móse að búa til? Hvaða verkefni gaf Jehóva Aroni og sonum hans?

2. Mósebók 25:1–9; 31:1–11; 40:33–38; Hebreabréfið 9:1–7

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila