Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 35 bls. 86-bls. 87 gr. 1
  • Hanna biður Guð um son

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hanna biður Guð um son
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Leyfðu Jehóva að hughreysta þig
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Lítill drengur þjónar Guði
    Biblíusögubókin mín
  • Rætist blessun Jehóva á þér?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Úthelltu hjarta þínu fyrir Jehóva í bæn
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 35 bls. 86-bls. 87 gr. 1
Hanna kemur með Samúel litla til Elí í tjaldbúðina.

SAGA 35

Hanna biður Guð um son

Ísraelsmaður sem hét Elkana átti tvær konur, Hönnu og Peninnu. Hann elskaði Hönnu meira. Peninna var alltaf að gera grín að Hönnu af því að Hanna átti engin börn og Peninna átti mörg börn. Elkana fór með fjölskylduna sína á hverju ári til Síló til að tilbiðja Jehóva í tjaldbúðinni. Einu sinni þegar þau voru þar tók hann eftir að Hanna, sem hann elskaði svo heitt, var mjög leið. Hann sagði: ‚Hættu að gráta, Hanna mín. Þú hefur mig. Ég elska þig.‘

Seinna fór Hanna burt til að vera ein og biðja til Jehóva. Hún bað Jehóva að hjálpa sér og gat ekki hætt að gráta. Hún gaf Jehóva þetta loforð: ‚Jehóva, ef þú gefur mér son þá mun ég gefa þér hann og hann mun þjóna þér alla ævi sína.‘

Elí æðstiprestur sér Hönnu gráta á meðan hún biður til Guðs.

Elí æðstiprestur sá Hönnu grátandi og hann hélt að hún væri drukkin. Hanna sagði: ‚Nei herra minn, ég er ekki drukkin. Ég er að tala við Jehóva um alvarlegt vandamál sem ég er með.‘ Elí sá að hann hafði rangt fyrir sér og sagði við hana: ‚Megi Guð gefa þér það sem þú vilt.‘ Hönnu leið betur og fór sína leið. Það var ekki liðið ár þegar Hanna hafði eignast son. Hún lét hann heita Samúel. Hugsaðu þér hversu glöð Hanna hlýtur að hafa verið!

Hanna gleymdi ekki hverju hún var búin að lofa Jehóva. Um leið og Samúel var hættur á brjósti fór Hanna með hann í tjaldbúðina til að hann gæti þjónað þar. Hún sagði við Elí: ‚Þetta er strákurinn sem ég bað Guð um. Ég gef Jehóva hann alla ævi hans.‘ Elkana og Hanna heimsóttu Samúel á hverju ári og gáfu honum nýja ermalausa yfirhöfn. Jehóva gaf Hönnu þrjá syni í viðbót og tvær dætur.

„Haldið áfram að biðja og ykkur verður gefið, haldið áfram að leita og þið munuð finna.“ – Matteus 7:7.

Spurningar: Af hverju leið Hönnu svona illa? Hvernig blessaði Jehóva Hönnu?

1. Samúelsbók 1:1–2:11, 18–21

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila