Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 36 bls. 88-bls. 89 gr. 1
  • Loforð Jefta

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Loforð Jefta
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Loforð Jefta
    Biblíusögubókin mín
  • Hún gladdi bæði föður sinn og Jehóva
    Kenndu börnunum
  • Guð hefur velþóknun á þeim sem eru trúfastir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Jefta var andlega sinnaður maður
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2021
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 36 bls. 88-bls. 89 gr. 1
Jefta rífur fötin sín þegar dóttir hans kemur út á móti honum.

SAGA 36

Loforð Jefta

Ísraelsmenn sneru aftur baki við Jehóva og fóru að tilbiðja falsguði. Þessir falsguðir hjálpuðu Ísraelsmönnunum ekki neitt þegar Ammónítar réðust á þá. Það var erfitt hjá Ísraelsmönnunum í mörg ár. Að lokum sögu þeir við Jehóva: ‚Við höfum syndgað. Viltu bjarga okkur frá óvinum okkar?‘ Ísraelsmennirnir eyðilögðu skurðgoðin sín og fóru að tilbiðja Jehóva aftur. Jehóva vorkenndi þeim og vildi hjálpa þeim.

Hermaður, sem hét Jefta, var valinn til að leiða þjóðina í bardaga gegn Ammónítum. Hann sagði við Jehóva: ‚Ef þú hjálpar okkur að vinna þennan bardaga lofa ég að gefa þér þann fyrsta sem kemur út úr húsi mínu til að taka á móti mér þegar ég kem heim.‘ Jehóva heyrði bæn Jefta og hjálpaði honum að vinna bardagann.

Þegar Jefta kom aftur heim var dóttir hans sú fyrsta sem kom út til að taka á móti honum. Hún var eina barnið hans. Hún dansaði og spilaði á tambúrínu. Hvað gerði Jefta þá? Hann mundi eftir loforðinu sem hann gaf og sagði: ‚Æ, dóttir mín! Nú gerirðu mig mjög leiðan. Ég gaf Jehóva loforð og til að standa við það þarf ég að senda þig til Síló til að þjóna í tjaldbúðinni.‘ En dóttir hans sagði við hann: ‚Pabbi, ef þú gafst Jehóva loforð verðurðu að standa við það. Má ég bara vera í tvo mánuði uppi í fjöllunum með vinkonum mínum? Svo skal ég fara.‘ Dóttir Jefta þjónaði trúföst í tjaldbúðinni það sem eftir var ævinnar. Vinkonur hennar heimsóttu hana í Síló á hverju ári.

Vinkonur dóttur Jefta heimsækja hana í tjaldbúðina.

„Hver sem elskar son eða dóttur meira en mig verðskuldar ekki að fylgja mér.“ – Matteus 10:37.

Spurningar: Hverju lofaði Jefta? Hvernig brást dóttir Jefta við loforði pabba síns?

Dómarabókin 10:6–11:11, 29–40; 1. Samúelsbók 12:10, 11

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila