Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • th þjálfunarliður 12 bls. 15
  • Hlýja og samkennd

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hlýja og samkennd
  • Leggðu þig fram við að lesa og kenna
  • Svipað efni
  • Eldmóður
    Leggðu þig fram við að lesa og kenna
  • Náðu til hjartans
    Leggðu þig fram við að lesa og kenna
  • Hlýja og tilfinning
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Samtalsform
    Leggðu þig fram við að lesa og kenna
Sjá meira
Leggðu þig fram við að lesa og kenna
th þjálfunarliður 12 bls. 15

ÞJÁLFUNARLIÐUR 12

Hlýja og samkennd

Biblíuvers sem vitnað er í

1. Þessaloníkubréf 2:7, 8

YFIRLIT: Talaðu af einlægni og sýndu áheyrendum þínum að þér sé annt um þá.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Hafðu áheyrendur þína í huga. Hugsaðu um þá erfiðleika sem þeir þurfa að takast á við. Reyndu að gera þér í hugarlund hvernig þeim líður.

  • Veldu orð þín vandlega. Leitastu við að hressa áheyrendur þína við, hugga þá og hvetja. Forðastu orðalag sem gæti móðgað þá að óþörfu og talaðu hvorki niðrandi um fólk sem trúir ekki á Jehóva né trúarskoðanir þeirra.

  • Sýndu áhuga. Sýndu áheyrendum þínum með vingjarnlegum raddblæ og viðeigandi tilburðum að þér sé annt um þá. Vertu meðvitaður um svipbrigðin sem þú vilt sýna og vertu brosmildur.

    Gott ráð

    Ekki þvinga fram eða ýkja tilfinningar. Lestu með tilfinningu sem hæfir efninu án þess að draga óþarfa athygli að sjálfum þér. Áhersla á samhljóða getur gert flutninginn kaldan og snubbóttan. Teygðu sérhljóðana svo raddblærinn verði hlýlegri.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila