ÞJÁLFUNARLIÐUR 20
Áhrifarík lokaorð
Prédikarinn 12:13, 14
YFIRLIT Í lokaorðunum skaltu hvetja áheyrendur þína til að taka til sín það sem þeir hafa lært og fara eftir því.
HVERNIG FER MAÐUR AÐ?
Tengdu lokaorðin við efnið í heild. Endurtaktu eða umorðaðu meginatriðin og stefið.
Hvettu áheyrendur þína. Sýndu áheyrendum hvað þeir þurfa að gera og rökstyddu hvers vegna þeir ættu að gera það. Talaðu af sannfæringu og einlægni.
Hafðu lokaorðin einföld og stutt. Ekki kynna ný aðalatriði. Notaðu ekki fleiri orð en nauðsynlegt er til að hvetja áheyrendur til dáða.