Kristnir menn verða að bera vitni
Á síðustu árum hafa kirkjuleiðtogar látið talsvert í vér heyra um þörfina á að kristnir menn beri vitni. Það ættu þeirlíka að gera því að orðið „vitnisburður“ og önnur af sama stofni (þýdd úr gríska orðinu martýs) standa svo tugum skiptir í kristnu Grísku ritningunum („Nýjatestamentinu“) í algengum útgáfum Biblíunnar. Við skulum skoða nánar sumt af því sem heyrst hefur frá leiðtogum kristna heimsins.
JÓHANNES PÁLL PÁFI II sagði: „Vitnisburður er, eins og forveri minn Páll VI undirstrikaði, ‚mikilvægur þáttur í kristniboði og yfirleitt sá fyrsti‘ (Evangelii Nuntiandi nr. 21). Það er sérstaklega brýnt á okkar tímum; fólk er áttavillt og siðferðisgildin óljós. Það veldur kreppuástandi sem birtist æ skýrar sem allsherjarkreppa siðmenningarinnar.“ (Haft eftir honum í L‘Osservatore Romano, vikulegri útgáfu á ensku, þann 30. apríl 1984.) Árið áður greindi sama tímarit frá áheyrn hjá páfa undir fyrirsögninni „Vinnandi heimur þarfnast kristinna votta.“
Rómversk-kaþólska kirkjan leggur þannig áherslu á nauðsyn þess að bera vitni. En hvað segja talsmenn mótmælenda um mikilvægi vitnisburðar?
Alkirkjuráðið, sem 301 kirkjudeild á nú aðild að, hélt sitt sjötta allsherjarþing í Vancouver í Kanada þann 24. júlí til 10. ágúst 1983. Síðar birti það 36 blaðsíðna matsgerð (í International Review of Mission, október 1983) um gildi vitnisburðarstarfs undir fyrirsögninni „Borið vitni í sundruðum heimi.“ Undir millifyrirsögninni „Allir kristnir menn eru kallaðir til að bera vitni“ sagði þessi grein verkefni að bera vitni og athöfnin sjálf andsvar við og tákn um hollustu við Guð. . . . Vitnisburður er gefinn samkvæmt tilskipun frá Guði. Við berum vitni um alvald og kærleika Guðs skaparans og lífgjafans.“
Guðfræðitímaritið Review and Expositor, gefið út af baptistum, leggur áherslu á sama atriði. Það segir: „Athuganir á Postulasögunni sýna að nýir trúskiptingar bættust við kirkjuna vegna þess að kristnir menn báru kirkjuna vegna þess að kristnir menn báru vitni. Ef nýir trúskiptingar láta ekki sjá sig eru allar líkur á að kristnir menn séu ekki að bera vitni.“
Pótt sértrúarflokkar kristna heimsins séu sundraðri en svo í hugmyndafræði og kenningum að nokkur von sé um sameiningu, virðast þeir þó sammála um þörfina á að bera vitni. En lifa meðlimir þeirra eftir þeirri skyldukvöð að bera vitni?
Um það segir Michael Green, prestur við St. Aldgates kirkju í Oxford á Englandi: „Forfeður okkar í trúnni voru sakaðir um að ‚koma allri heimsbyggðinni í uppnám‘ með fagnaðarerindinu um Jesú sem þeir sögðu fólki. (Postulasagan 17:6). . . . Það er í því efni sem við erum svo gerólíkir frumkirkjunni þar sem hver maður og kona áleit skyldu sína að bera vitni um Jesú Krist á hvern þann hátt sem hann eða hún hafði tök á.“
Í bæklingi útgefnum af baptistum, Witnessing in Today‘s World, segir: „Einlægur kristinn maður gæti sagt: ‚En ég veit ekki hvernig ég ætti að byrja á að bera vitni fyrir öðrum.‘“ Síðan segir: „Margir baptistar svara á augabragði þegar minnst er á það að bera vitni: ‚Við borgum prestinum fyrir að gera það.‘“
Í riti, sem gefið er út í Westminster, The Christian as Communicator, er auk þess viðurkennt: „Það er líklegt að sú skyldukvöð að koma fagnaðarerindinu á framfæri sé sniðgengin hreinlega vegna þess að kristnir menn hafa ekki sérlega margt að segja.“
Að visu er það rétt að meðlimir sértrúarhópa kristna heimsins „hafa ekki sérlega margt að segja.“ Það er rót vandans hjá þeim. Þeir hafa ekki tekið eftir uppfyllingu ‚táknsins‘ sem Jesús gaf um nærveru sína sem dýrlegur konungur og um ‚endalok veraldar.‘ Þeir sem sjá það „tákn“ finna sig knúna til að bera vitni um það. Við getum fagnað því að sannkristnir menn nú á tímum hafa mjög margt að segja þegar þeir bera kostgæfilega vitni um hið komandi ríki Jehóva í höndum Krists Jesú. — Matteus 24:3-14; Jesaja 43:12.