Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.9. bls. 5-7
  • Jehóva — mikilfenglegur en elskuríkur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva — mikilfenglegur en elskuríkur
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • „Augu“ hans, „eyru“ og „auglit“
  • Dýrð hans séð í sýn
  • Sýnir um andaverur á himnum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Er Guð alls staðar?
    Vaknið! – 2011
  • Jehóva hjálpar okkur að sinna boðuninni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Máttur Guðs birtist í stjörnunum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.9. bls. 5-7

Jehóva — mikilfenglegur en elskuríkur

„VIÐ HVERN viljið þér samlíkja mér?“ spurði Jehóva Guð. Jafnvel háleitasta orðfæri getur aldrei lýst að fullu óviðjafnanlegum mætti Guðs og dýrð. Hann býður okkur sjálfur að virða fyrir okkur himinhvelfinguna og segir: „Hefjð upp augu yðar til hæða og litist um: Hver hefir skapað stjörnunar? Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni. Sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli verður einskis þeirra vant.“ — Jesaja 40:25, 26.

Þær þúsundir stjarna, sem eru sýnilegar berum augum, eru aðeins brot af þeim um það bil 100 milljörðum stjarna sem mynda aðeins okkar vetrarbraut! Samt hefur Jehóva talið og nefnt allar stjörnurnar í gervöllum alheiminum! Reyndu líka að ímynda þér þá firnaorku sem er bundin í öllu þessu efni. Miðjuhiti sólarinnar okkar er 15 milljónir °C. Jehóva hlýtur að ráða yfir ógurlegum ‚krafti‘ til að hafa skapað slíka kjarnaofna í milljarðatali!

Það er því okkar takmörkuðu hæfni ofviða að skilja Jehóva til fulls. Elíhú sagði: „Vér náum eigi til hins Almáttka, til hans, sem er mikill að mætti. . . . Fyrir því óttast mennirnir hann.“ (Jobsbók 37:23, 24) Jehóva vill þó meira en aðeins djúpa lotningu okkar eða ótta. „Þú skalt elska [Jehóva] Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum,“ fyrirskipar Biblían. (5. Mósebók 6:5) En getum við elskað þann sem við ekki skiljum til fullnustu? Já, því að enda þótt Jehóva búi hátt uppi á himnum á hann elskurík samskipti við ófullkomna menn og leyfir þeim að skilja eðli sitt að minnsta kosti að hluta. — Samanber Sálm 113:5-9.

„Augu“ hans, „eyru“ og „auglit“

Ein leið Jehóva til að hjálpa okkur að skilja eðli sitt er að leyfa að honum sé lýst á mannlegan hátt. Pétur postuli sagði: „Því að augu [Jehóva] eru yfir hinum réttlátu og eyru hans hneigjast að bænum þeirra. En auglit [Jehóva] er gegn þeim, sem illt gjöra.“ — 1. Pétursbréf 3:12; samanber 2. Mósebók 15:6; Esekíel 20:33; Lúkas 11:20.

Að sjálfsögðu eru þetta myndlíkingar sem ekki ber að skilja bókstaflega frekar en það þegar Ritningin kallar Guð „sól,“ ‚skjöld‘ eða „bjargið.“ (Sálmur 84:12; 5. Mósebók 32:4, 31) ‚En segir ekki Biblían að við seum sköpuð í hans „mynd“?‘ segja sumir. (1. Mósebók 1:26, 27) Jú, rétt er það, en sé fullyrt að Guð hafi bókstaflegan munn, nef og eyru veldur það alvarlegum erfiðleikum. Skyldi heyrn hins alvalda Guðs til dæmis vera takmörkuð af því sem hljóðbylgjur geta borið til bókstaflegra eyrna? Nei, því að Biblían segir að Guð geti „heyrt“ jafnvel þögul orð sem sögð eru í mannshjartanu. (1. Mósebók 24:42-45) Hæfni hans til að „sjá“ er ekki heldur háð ljósbylgjum. — Sálmur 139:1, 7-12; Hebreabréfið 4:13.

Hinn fullkomni maður endurspeglaði því ekki líkamleg einkenni Guðs heldur eiginleika hans svo sem kærleika og réttlætiskennd. Einkum láta kristnir menn í ljós slíka eiginleika þegar þeir fara eftir heilræðum Páls postula sem hvatti: „Íklæðist hinum nýja [persónuleika], sem endurnýjast til fullkominnar þekkingar og verður þannig mynd skapara síns.“ — Kólossubréfið 3:10.

Dýrð hans séð í sýn

Til forna hlutu sumir þjónar Jehóva þau sérréttindi að sjá himneska dýrð Jehóva í sýn. Esekíel var einn þeirra. (Esekíel 1:1) Því sem hann sá í sýninni var tæplega lýst með orðum! Esekíel greip til myndlíkinga og samlíkinga og sagði oft að það sem hann sá hafi ‚verið að sjá sem,‘ ‚því líkust sem‘ og ‚verið tilsýndar líkt‘ kunnuglegum fyrirbærum úr efnisheiminum. Til dæmis sagði spámaðurinn:

„En uppi yfir hvelfingunni, sem var yfir höfðum þeirra, var að sjá sem safirsteinn væri, í lögun sem hásæti, og þar uppi á hásætinu, sem svo sýndist, var mynd nokkur í mannslíki. Sú mynd þótti mér því líkust sem glóandi lýsigull væri þar neðan frá, sem mér þótti mittið vera og upp eftir, en ofan frá því, sem mér þótti mittið vera, og niður eftir þótti mér hún álits sem eldur, og umhverfis hana var bjarmi. Bjarminn umhverfis var tilsýndar líkur boga þeim, sem í skýjum stendur, þegar rignir. Þannig var ímynd dýrðar [Jehóva] á að líta.“ — Esekíel 1:26-28.

Það var mikill dýrðarljómi sem Esekíel lýsti! Jóhannes postuli fékk að sjá svipaða sýn af Jehóva og hann skrifaði: „Sjá: Hásæti stóð á himni og einhver sat í hásætinu. Sá, er þar sat, sýndist líkur jaspissteini og sardissteini og regnbogi var kringum hásætið á að sjá sem smaragður.“ (Opinberunarbókin 4:1-3) Þótt Jehóva sé lýst sem svona mikilfenglegum er ekki dregin upp mynd af honum sem grimmum Guði. Sjónarsviðið er stillilegt og friðsælt eins og regnbogi. — Samanber 1. Mósebók 9:12-16.

Sú staðreynd að Guð leyfði jafnvel slíka takmarkaða innsýn í sína himnesku hátign gefur til kynna að fyrirætlanir hans gagnvart mannkyninu séu friðsamar. Þeir sem elska Guð geta því sannarlega nálgast hinn góðgjarna Guð „sem heyrir bænir“ í fullu trúartrausti. — Sálmur 65:3.

Maðurinn Job sagði um Guð: „Sjá, þetta eru aðeins ystu takmörk vega hans, og hversu lágt hvísl er það, sem vér heyrum!“ (Jobsbók 26:14) Það er sannarlega margt að læra um Jehóva Guð sem hefur blessað þjóna sína með þeim framtíðarhorfum að fá að lifa eilíflega. (Jóhannes 17:3) En jafnvel ‚eilífðin‘ mun ekki nægja okkur til að ‚skilja það verk, sem Guð gerir, frá upphafi til enda.‘ — Prédikarinn 3:11.

Það sem hjartahreinir menn vita eða læra getur þó verið þeim hvöt til að elska Jehóva og hlýða honum. (1. Jóhannesarbréf 5:3) Ert þú slíkur einstaklingur? Að hlýða Guði er ekki alltaf auðvelt, en þegar þú hefur í sannleika kynnst Jehóva Guði og elskuríkum vegum hans virðist engin viðleitni til þess vera of mikil. Ert þú þá staðráðinn í að kynnast betur þessum mikilfenglega en elskuríka Guði?

[Mynd á blaðsíðu 6]

Menn eins og Esekíel og Jóhannes sáu sýnir sem gefa okkur aðeins nokkra hugmynd um mikilfenglega dýrð Jehóva.

[Mynd á blaðsíðu 7]

Að Guð skyldi skapa stjörnurnar og gefa þeim nöfn gefur okkur nokkra hugmynd um takmarkalausan mátt hans.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila