Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.10. bls. 5-7
  • Hvernig má hafa árangri af biblíulestri

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig má hafa árangri af biblíulestri
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Rétt viðhorf
  • Lesið í trú
  • Þörfin fyrir hjálp
  • Biblíulestur sem skilar árangri
  • Njóttu góðs af daglegum biblíulestri
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Haltu fast við orð Guðs
    Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
  • Biblíulestur gagnlegur og ánægjulegur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Haltu fast við orð Guðs
    Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.10. bls. 5-7

Hvernig má hafa árangri af biblíulestri

„SÆLIR eru fátækir í anda.“ Þannig hljóða inngangsorð hinnar kunnu fjallræðu Jesú í fjölmörgum biblíum á ýmsum tungumálum. (Matteus 5:3) Getur þú skilið hvað Jesús átti í rauninni við með orðunum „fátækir í anda“? Átti hann við þá sem væru kjarklitlir? Átti hann við þá sem væru treggáfaðir? Hið síðarnefnda hlýtur að teljast ólíklegt en vissulega er þýðingarmikið að vita það.

Vottar Jehóva, sem jafnvel af gagnrýnendum sínum eru þekktir fyrir að vera afbragðs biblíunemendur, hafa komist að raun um að Nýheimsþýðing Heilagrar ritningar er í senn bæði skýr og nákvæm. Hún orðar þessa ritningargrein í fjallræðunni svona: „Sælir eru þeir sem eru sér meðvitandi um andlega þörf sína.“

Sumar biblíuorðabækur viðurkenna að þetta sé merking orðanna „fátækir í anda.“ Hvers vegna nota þá svona margar útbreiddar biblíuþýðingar orðalagið „fátækir í anda“?

Þetta dæmi sýnir að til að láta biblíulestur sinn bera sem mestan árangur er nauðsynlegt að velja sér biblíuþýðingu sem er nákvæm, skýr og skiljanleg.

Rétt viðhorf

Til að biblíulestur beri árangur þarf lesandinn líka að hafa rétt viðhorf. Þessi sömu orð í fjallræðunni lýsa vel í hnotskurn hvert viðhorf okkar ætti að vera: „Sælir eru þeir sem eru sér meðvitandi um andlega þörf sína.“ Vantar ósvikið, andlegt ívaf í líf þitt? Ert þú þér meðvitandi um að þú þarft að næra huga þinn og hjarta á andlegri fæðu? Biblían getur hjálpað þér að fullnægja þeirri þörf.

Þú munt þó ekki finna fæðu fyrir huga þinn og hjarta í Biblíunni ef þú lest hana eins og þú læsir hvert annað bókmenntaverk. Þú þarft að lesa hana ‚ekki sem manna orð heldur sem Guðs orð eins og það í sannleika er.‘ (1. Þessaloníkubréf 2:13) Þú ert ekki að lesa mannlega heimspeki eða þjóðernisfulla sögu heldur hugsanir Guðs og sögu samskipta hans við þegna sína á jörðinni. Biblían hefur líka að geyma furðulega spádóma; sumir þeirra hafa þegar ræst en aðrir eru að uppfyllast fyrir augum þér eða eiga eftir að koma fram til mikillar blessunar fyrir mannkynið.

Þar eð Biblían er orð Guðs ætti að leita hjálpar Guðs til að láta lestur hennar vera árangursríkan. Bæn til Guðs er því viðeigandi inngangur að biblíulestri. Með einföldum orðum beint frá hjartanu skalt þú biðja hann að hjálpa þér að skilja það sem þú lest og sjá hvernig þú átt að heimfæra það á líf þitt. Stundum skortir okkur hæfni eða kunnáttu til að nota þekkingu sem við höfum aflað okkur, en sá hæfileiki er nefndur viska. Biblían ráðleggur: „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guðs, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. En hann biðji í trú, án þess að efast.“ — Jakobsbréfið 1:5, 6.

Lesið í trú

Þú kannt að segja: ‚Hvernig get ég beðið í trú og lesið í trú ef mig skortir trú?‘ Nú, ef þú lest Biblíuna ‚meðvitandi um andlega þörf þína‘ mun trú þín aukast þegar þú eflar þér þekkingar um Jehóva Guð og dýrlegan tilgang hans sem Kristur er þungamiðjan í. Ekki má rugla sannri trú saman við blinda trúgirni. Biblían skilgreinir trú sem ‚fullvissu um það, sem menn vona, sannfæringu um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.‘ — Hebreabréfið 11:1.

Sönn trú þarf að byggjast á grunnþekkingu og slík þekking gerir það sem Guð hefur lofað eins raunverulegt og hefðum við það fyrir augunum. Því er hægt að afla sér trúar. Hún kemur í kjölfar þess að lesa og heyra það sem varðar Guð og dýrlegan tilgang hans með mannkynið. Páll postuli orðaði það svona: „Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists.“ — Rómverjabréfið 10:17.a

Þegar trú þín eykst mun biblíulestur þinn bera meiri árangur. Hvers vegna? Vegna þess að ‚fullvissa þín um það sem þú vonar‘ verður öruggari. Þessu mætti lýsa með því að taka sem dæmi nýtt vináttusamband milli þín og annar manns. Þegar tíminn líður og þú kynnist manninum betur vex trúartraust þitt til hans. Að lokum, eftir að þú hefur gengið í gegnum margt með vini sem hefur aldrei brugðist þér, munt þú fara að treysta honum skilyrðislaust. Ef hann skrifar þér veist þú hvernig þú átt að ná fram andanum í því sem hann á við. Jafnvel þótt einhver setning sé ekki sérstaklega skýr þekkir þú vin þinn svo vel að þú grípur hugmyndina án nokkurra erfiðleika. Þú lest þetta bréf vinar þíns fullur trúanaðartrausts, ekki tortryggni.

Eins er það að því betur sem þú kynnist Biblíunni og höfundi hennar, Jehóva Guði, því meira traust munt þú bera bæði til Guðs og orðs hans. Jafnvel þótt sumir kaflar í biblíusögunni virðist torskildir mun þetta traust ekki bila. Til dæmis jafvnel þótt ástæðan fyrir róttækum aðgerðum Guðs gegn einhverjum manni eða þjóð sé ekki þegar augljós munt þú treysta að þær hafi verið nauðsynlegar. Það er mjög áþekkt og þú myndir segja um vin sem þú treystir: ‚Nú, fyrst hann gerði það hlýtur hann að hafa haft góða ástæðu til.‘

Að sjálfsögðu mun trú þín á Guð styrkjast ef þú getur skilið orsökina fyrir því að hann gerði þetta eða hitt eða hvers vegna hann vriðist stundum draga á langinn að grípa til aðgerða gegn hinum guðlausu. En þú kannt að vera hjálparþurfi. Það leiðir okkur að öðru þýðingarmiklu atriði viðvíkjandi árangursríkum biblíulestri.

Þörfin fyrir hjálp

Það er mjög gott að lesa alla Biblíuna. Ef þú lest einn kafla á dag mun það taka þig yfir þrjú ár að komast í gegnum bæði Hebresku og Grísku ritningarnar. Ef þú lest þrjá til fjóra kafla á dag mun lesturinn taka þig um það bil ár. Til að fá almenna hugmynd um það hvað Biblían hefur að geyma væri þó gott að byrja á að lesa til dæmis Sálmana og Orðskviðina. Síðan gætir þú lesið 1. og 2. Mósebók, og 1. Samúelsbók áður en þú snýrð þér að hinu kristna tímabili með lestri Matteusar, Postulasögunnar og nokkurra af bréfunum sem skrifuð voru frumkristnum mönnum, svo sem Filippíbréfsins, Jakobsbréfsins og fyrra eða síðara Pétursbréfs.

Um leið og þú gerir það mun þér verða ljóst að til að hafa hagnýtt og andlegt gagn af Biblíunni er gott að finna út hvað hún segir um ákveðið viðfangsefni. Langt getur verið á milli ritningargreina sem varða eitt ákveðið viðfangsefni. Þú munt líklega finna þörf fyrir hjálpargögn til biblíunáms sem geta hjálpað þér að læra hvað Biblían segir um hvert viðfangsefni fyrir sig. Þar eð bókum Biblíunnar er ekki raðað í fullkomna tímaröð geta slík hjálpargögn auðveldað þér að skilja atburðarásina með hliðsjon af tímanum. Landfræðileg og söguleg grunnþekking getur líka verið mjög gagnleg til að skilja Ritninguna.

Hvar er hægt að ná í slík biblíunámsgögn? Á síðustu árum hafa kaþólskir rithöfundar gefið út margar bækur sem virðast ætlaðar til að hjálpa kaþólskum mönnum við biblíulestur sinn. En slíkir rithöfundar eru í hálfgerðum ógöngum. Ef þeir í sannleika hjálpa kaþólskum mönnum að skilja Biblíuna uppgötva hinir síðarnefndu fljótlega að stóran hluta af kennisetningum kaþólsku kirkjunnar er ekki að finna í Biblíunni. Ef höfundarnir á hinn bóginn réttlæta hinar kaþólsku kennisetningar grafa þeir undan trausti lesandans til Biblíunnar, því að þeir gera kirkjulegri erfikenningu hærra undir höfði en Ritningunni. — Samanber Markús 7:13.

Sífellt fleiri einlægir kaþólskir menn þiggja nú hjálp frá vottum Jehóva. Í fjölmörgum löndum eru þúsundir kaþólskra manna að basla við að lesa Biblíuna af skilningi en fá litla eða enga hjálp til þess frá prestinum sínum. Þeir minna á eþíópska hirðmanninn sem var að lesa Jesajabók. Þegar Filippus trúboði spurði hann hvort hann skildi það sem hann var að lesa svaraði hann auðmjúkur í bragði: „Hvernig ætti ég að geta það, ef enginn leiðbeinir mér?“ (Postulasagan 8:31) Filippus hjálpaði honum og skömmu síðar varð þessi einlægi maður skirður kristinn maður. Þegar vottar Jehóva fara hús úr húsi hitta þeir fyrir kaþólska menn, og þegar þeir segjast eiga Biblíuna spyrja vottarnir þá gjarnan hvort þeir vilji fá hjálp til að láta biblíulestur sinn bera ávöxt.

Biblíulestur sem skilar árangri

Í biblíufræðslustarfi sínu nota vottar Jehóva margvísleg hjálpargögn til náms í Biblíunni svo sem Biblíusögubókina mína (með 116 biblíufrásögum á einföldu máli raðað í tímaröð, ekki fáanleg á íslensku), Er Biblían í raun og veru orð Guðs? (Með vísindalegum og sögulegum upplýsingum varðandi áreiðanleika Biblíunnar). „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm“ (samantekt af efni Biblíunnar bók fyrir bók ásamt upplýsingum um landfræðileg og söguleg atriði, ekki fáanleg á íslensku) og Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð (í henni er safnað saman ritningargreinum um 30 mikilvæg efni, þar á meðal um hina dýrlegu von sem orð Guðs býður einlægum mönnum sem lesa Biblíuna nú á dögum).

Þessi hjálpargögn til biblíunáms, ásamt persónulegri aðstoð sem vottar Jehóva munu fúslega veita þér að kostnaðarlausu, geta gert biblíulestur þinn ánægjulegan og árangursríkan. Þú munt finna leiðbeiningar um daglegt líf og undursamlega von um líf í hinni fyrirheitnu skipan Guðs þar sem vilji Guðs verður loksins gerður „svo á jörðu sem á himni.“ — Matteus 6:10.

[Neðanmáls]

a Sjá neðanmálsathugasemd í New World Translation of the Holy Scriptures (með tilvísunum) frá 1984.

[Mynd á blaðsíðu 7]

Eþíópíumanninum var ljóst hvað hann þurfti til að skilja Biblíuna.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila