Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w88 1.6. bls. 31-32
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Svipað efni
  • Er Gehenna staður þar sem fólk kvelst í eldi eftir dauðann?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Hvað er eldhafið? Er það hið sama og helja eða Gehenna?
    Biblíuspurningar og svör
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
w88 1.6. bls. 31-32

Spurningar frá lesendum

◼ Hvers vegna sagði Jesús að sá sem snúist hefði til trúar faríseanna væri „hálfu verra vítisbarn“ eða ætti ‚hálfu frekar að fara í Gehenna‘ (NW) en þeir sjálfir?

Bersýnilega voru heiðingjar, sem snerust til fylgis við sértrúarflokk faríseanna, sérlega ámælisverðir. Sumir þeirra höfðu áður vanþóknun Guðs en með því að gerast farísear bökuðu þeir sér tvöfalda vanþóknun svo að fyrir þá stefndi ekki í annað en eyðingu í Gehenna, en það er það orð sem þýtt er ‚víti‘ í íslensku biblíunni hér og víðar.

Hinnomsdalur lá suður og suðvestur af múrum Jerúsalem. Hann hafði á stundum verið notaður til skurðgoðadýrkunar og mannafórna. (2. Kroníkubók 28:1-3; 33:1-6; Jeremía 32:35) Því var eðlilegt að hann væri notaður sem sorphaugur. Þangað var meðal annars hent líkum glæpamanna sem voru álitnir óverðugir greftrunar í von um upprisu. — Samanber Matteus 5:22.

The New Bible Dictionary (í ritstjórn J. D. Douglas, 1962) segir að ‚Hinnomsdalur hafi legið utan Jerúsalemborgar þar sem börnum hafi verið fórnað í eldi Mólok til handa. Hann var spádómleg táknmynd dóms og síðar hinstu refsingar.‘ Jesúítinn John L. McKenzie bætir við í riti sínu Dictionary of the Bible (1965): „Sökum þessa [að hann var helgistaður til mannafórna] formælti Jeremía staðnum og spáði að hann yrði staður dauða og spillingar (7:32; 19:6 og næstu vers). Vísað er til þessa dals, ekki með nafni, í Jesaja 66:24, sem staðar er lík uppreisnarmanna gegn Jahve skulu liggja. . . . Í rabbínaritum er hinn eilífi eldur þó ekki sjálfkrafa eilíf refsing . . . [Gehenna] er staður þar sem líkama og sál óguðlegra er tortímt, sem kannski endurómar hugmyndina um gereyðingu (Matt. 10:28).“

Þegar við lesum frásögur svo sem í Matteusi 5:1-8; Jóhannesi 8:12-19, 31-41; 9:13-34; 11:45-53 getum við skilið hvers vegna Jesús sagði að farísear verðskulduðu gereyðingu sem Gehenna táknaði. Sumir kynnu að vísu að iðrast og öðlast velþóknun Guðs, en sem hópur verðskulduðu þeir varanlega tortímingu. Kristur sagði: „Vei ykkur, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þið farið um láð og lög til að snúa einum til trúar og þegar það tekst valdið þið því að hann verðskuldar hálfu frekar að fara í Gehenna en þið sjálfir.“ — Matteus 23:15, NW.

Látum þetta nægja um farísea af gyðingaættum, en hvers vegna áttu þeir sem snerust til faríseatrúar ‚hálfu frekar að fara í Gehenna‘ en farísearnir? Þessir trúskiptingar voru ekki heiðingjar sem fundu til samkenndar með Gyðingum eða höfðu snúist til trúar og látið umskerast. (Lúkas 7:2-10; Markús 7:24-30; Postulasagan 8:26-34; 10:1, 2) Jesús var ekki að tala um þá sem snúist höfðu til gyðingatrúar heldur þá sem snúist höfðu til hinnar hræsnisfullu faríseatrúar. Hver var staða þeirra orðin?

Sumir höfðu ef til vill fyrrum verið stórsyndarar eða ofstækisfullir dýrkendur djöflaguða og bakað sér megna vanþóknun Guðs. Sumir áttu kannski í vændum að fara í Gehenna vegna einhvers konar syndar gegn anda Guðs. (Matteus 12:32) Ef staða þeirra gagnvart Jehóva var enn ekki komin á það stig fóru þeir úr öskunni í eldinn. Þeir snerust til fylgis við öfgastefnu faríseanna. Þessir trúskiptingar sökktu sér niður í hræsnisfulla helgisiði og öfgafull viðhorf sem skyggðu á sérhver siðferðisgæði og sérhvern sannleika sem trúhvarf þeirra til gyðingartrúar kynni að hafa aflað þeim. Svo er að sjá sem þessir trúskiptingar til faríseartrúar hafi orðið enn öfgafyllri en hinir fordæmdu kennarar þeirra. Ef því farísei, sem var Gyðingur, ‚átti að fara í Gehenna‘ áttu þessi trúskiptingar enn frekar að gera það, eða eins og Jesús orðaði það, ‚hálfu frekar.‘

[Kort/Mynd á blaðsíðu 32]

(Sjá uppraðaðan texta í blaðinu)

JERÚSALEM Á FYRSTU ÖLD

Musterissvæði

Hinnomsdalur

(Gehenna)

[Mynd]

Séð yfir hluta Hinnomsdalar eins og hann lítur út núna.

[Rétthafi]

Pictorial Archives (Near Eastern History) Est.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila