Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w96 1.7. bls. 32
  • Misstu ekki af því!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Misstu ekki af því!
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Svipað efni
  • Misstu ekki af því!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Þér er boðið á landsmótið „Kostgæfir boðberar Guðsríkis“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Ætlar þú að koma?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Komdu á landsmótið — „Trúin á orð Guðs“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
w96 1.7. bls. 32

Misstu ekki af því!

HVERJU? Landsmóti votta Jehóva sem ber einkunnarorðin „Friðarboðberar Guðs.“ Mótið hefst föstudaginn 9. ágúst kl 9:30 með tónlist. Eftir trústyrkjandi viðtöl í dagskrárliðnum „Hlýtt á kostgæfna friðarboðbera“ verður flutt hvetjandi ræða sem nefnist: „Hvers krefst Guð af okkur?“

Aðalræða mótsins, „Hlutverk okkar sem friðarboðberar Guðs,“ verður flutt síðdegis á föstudag. Síðan, í ræðunni „Hjálpum öðrum að læra kröfur Guðs,“ eru tillögur um hvernig kenna megi nýjum. Því næst verður flutt tímabær ræðusyrpa undir stefinu: „Gættu þín á tálgryfjum skemmtanalífsins.“ Dagskrá föstudagsins lýkur með ræðunum: „Stattu gegn djöflinum — umberðu enga samkeppni“ og „Vertu dyggur málsvari orðs Guðs.“

Í þrískiptri ræðusyrpu á laugardagsmorgni, sem nefnist „Boðberar flytja fagnaðarboðskap friðarins,“ verður lögð áhersla á það starf að gera menn að lærisveinum. Morgundagskránni lýkur með ræðunum „Glaðir gjafarar í skipulagi Jehóva“ og „Líf og friður með vígslu og skírn.“ Eftir það fá nýir lærisveinar tækifæri til að láta skírast.

Í dagskrárlið eftir hádegi á laugardag, sem nefnist „Íhugaðu viðhorf Jehóva til málanna,“ verður svarað spurningum svo sem ‚Vinna kristnir menn aðgreiningarstarf nú á dögum?‘ og ‚Hver er afstaða Biblíunnar til dauðarefsingar?‘ Þá verður einnig flutt hlýleg, tvískipt ræðusyrpa sem nefnist „Guði friðarins er annt um þig“ og svo lokaræðan, „Ástundaðu frið Guðs í fjölskyldulífinu.“

Á morgundagskrá sunnudagsins verður þrískipt ræðusyrpa undir stefinu: „Berum kennsl á réttu boðberana“ og ræðan „Hlustaðu á orð Guðs og hlýddu því.“ Morgundagskránni lýkur með sviðsettu leikriti þar sem dreginn er dýrmætur lærdómur af frásögn Biblíunnar af Gídeon dómara.

Eftir hádegi á sunnudag verður opinberi fyrirlesturinn, „Loksins sannur friður — frá hverjum kemur hann?“ Mótinu lýkur svo með hvetjandi ræðu er nefnist: „Sækið fram sem friðarboðberar Guðs.“

Landsmótið „FRIÐARBOÐBERAR GUÐS“, 9. - 11. ágúst 1996 í íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila