Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w98 1.8. bls. 3
  • Hvernig geturðu verndað börnin þín?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig geturðu verndað börnin þín?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Þau þurfa meira en fæði og klæði
  • Hvaða framtíð viltu búa börnum þínum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Verndið börnin gegn skaðlegum áhrifum
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Hvernig getur fjölskyldan þín notið hamingju? – 2. hluti
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Fíkniefni — er einhver von?
    Vaknið! – 1989
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
w98 1.8. bls. 3

Hvernig geturðu verndað börnin þín?

EFTIR að Wernera lauk námi í hverfisskólanum sínum hóf hann framhaldsnám ásamt 3000 öðrum nemendum í São Paulo í Brasilíu. Þar sá hann í fyrsta sinn aðra nemendur bæði selja fíkniefni og neyta þeirra. Werner var smár vexti og mátti þola niðurlægjandi og hættulega busavígslu af hendi eldri nemenda.

Eva, systir Werners, átti líka í erfiðleikum. Hún vildi gera sitt besta og lagði svo hart að sér við námið að hún ofgerði sér og tapaði áttum. Líkt og aðrir unglingar þörfnuðust Werner og Eva bæði líkamlegrar og tilfinningalegrar verndar. Hvers konar stuðnings þarfnast börnin þín? Hvernig geturðu búið þau undir fullorðinsárin? Hvernig viltu að framtíð barnanna þinna verði?

Þau þurfa meira en fæði og klæði

Hugsaðu stundarkorn um það krefjandi hlutskipti foreldra að vernda börnin sín. Fjölskyldunni hefur hnignað frá því sem var og fátækt aukist þannig að víða um lönd fjölgar þeim börnum sem búa á götunni. Barnaþrælkun er ein afleiðing þess að ekki hefur tekist nægilega vel að vernda börnin. Fíkniefni eyðileggja líka mörg ungmenni. Þegar unglingur einn í Brasilíu ánetjaðist fíkniefnum var friðurinn úti á heimilinu. Auk tilfinningaálagsins, sem foreldrarnir máttu þola, var það erfiður róður að fjármagna meðferðina sem hann fór í, og miskunnarlausir fíkniefnasalar bönkuðu upp á og heimtuðu greiðslu.

En þrátt fyrir álag lífsins gera margir foreldrar sitt besta til að sjá börnum sínum bæði fyrir fæði, klæði og húsnæði, auk þess að vernda þau gegn ofbeldi, fíkniefnum og öðrum vanda. Þetta er göfug viðleitni en nægir hún? Hvað um vernd gegn tilfinningalegu og andlegu tjóni? Mörgum er það ljóst að farsælt uppeldi tekur einnig til þess að glíma við ýmis vandamál tengd vinavali barnanna og afþreyingu. En hvernig geta foreldrar forðast annaðhvort að ofvernda börnin eða vera of eftirlátir við þau? Við hvetjum þig til að skoða svörin í greininni á eftir.

[Neðanmáls]

a Nöfnum er breytt í þessari grein.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila