Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w98 1.11. bls. 3-4
  • Ertu vakandi fyrir táknum tímanna?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ertu vakandi fyrir táknum tímanna?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Rétt viðbrögð björguðu mannslífum
  • Hörmungar af mannavöldum umflúnar
  • Þeir héldu vöku sinni og björguðust
    Haltu vöku þinni!
  • Það er áríðandi að vakna!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Eru náttúruhamfarir refsing frá Guði?
    Vaknið! – 1992
  • Nú er brýnna en nokkru sinni fyrr að vaka!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
w98 1.11. bls. 3-4

Ertu vakandi fyrir táknum tímanna?

ÁRVEKNI á hættustund getur skipt sköpum um líf og dauða. Atburðir, sem gerðust á tveim eldfjallaeyjum, eru lýsandi dæmi um það.

Peléefjall á eynni Martiník í Karíbahafi er mannskæðasta eldfjall tuttugustu aldarinnar. Það gaus hinn 8. maí árið 1902 og tortímdi nálega öllum íbúum borgarinnar Saint Pierre við fjallsræturnar eða um 30.000 manns.

Í júní 1991 varð eitthvert mesta sprengigos aldarinnar í eldfjallinu Pinatubo sem er á þéttbýlu svæði á Filippseyjum. Um 900 manns fórust. En þar varð tvennt til þess að bjarga þúsundum mannslífa: (1) Menn voru vakandi fyrir hættunni og (2) tóku mark á viðvörunum.

Rétt viðbrögð björguðu mannslífum

Pinatubofjall hafði legið í dvala svo öldum skipti. Í apríl 1991 lét það á sér kræla þegar gufa og brennisteinsdíoxíð tók að stíga upp úr fjallskeilunni. Jarðskjálftahrinur gengu yfir nágrenni fjallsins og ískyggileg hetta úr storknuðu hrauni hjúpaði tindinn. Vísindamenn við Eldfjalla- og jarðskjálftafræðistofnun Filippseyja fylgdust grannt með fjallinu og tókst loks að sannfæra yfirvöld um að ráðlegt væri að flytja á brott 35.000 íbúa nærliggjandi bæja og þorpa.

Fólk er skiljanlega tregt til að yfirgefa heimili sitt að ástæðulausu, en myndband, sem lýsti ljóslifandi þeim hættum sem fylgja eldgosi, megnaði að yfirvinna tregðuna. Það mátti ekki seinna vera að flytjast brott. Tveim dögum síðar varð geysileg sprenging í fjallinu sem þeytti átta rúmkílómetrum af ösku upp í loftið. Síðar féllu aurskriður sem urðu hundruðum manna að bana. En sennilega varð það þúsundum manna til bjargar að varað hafði verið við hættunni og þeir tóku mark á því.

Hörmungar af mannavöldum umflúnar

Kristnir menn, sem búsettir voru í Jerúsalem á fyrstu öld okkar tímatals, þurftu líka að ákveða hvort þeir ættu að yfirgefa heimili sín eða ekki. Með því að flýja borgina árið 66 komust þeir lífs af, en aðrir íbúar fórust ásamt þúsundum annarra Gyðinga sem komnir voru þangað til að halda páska árið 70. Rösklega ein milljón manna var innan borgarmúranna þegar rómverskur her lokaði öllum undankomuleiðum. Hungur, valdabarátta og linnulausar árásir Rómverja kostuðu meira en eina milljón manna lífið.

Tortímingin, sem batt enda á uppreisn Gyðinga gegn Rómverjum, kom ekki að óvörum. Nokkrum áratugum áður hafði Jesús Kristur sagt fyrir að Jerúsalem yrði umsetin. Hann sagði: „Þegar þér sjáið herfylkingar umkringja Jerúsalem, þá vitið, að eyðing hennar er í nánd. Þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla, þeir sem í borginni eru, flytjist burt, og þeir sem eru á ekrum úti, fari ekki inn í hana.“ (Lúkas 21:20, 21) Þetta voru skýr fyrirmæli og fylgjendur Jesú tóku þau alvarlega.

Sagnaritarinn Evsebíus frá Sesareu, sem uppi var á fjórðu öld, segir að kristnir menn í allri Júdeu hafi hlýtt viðvörun Jesú. Þegar Rómverjar hættu fyrra umsátrinu um Jerúsalem árið 66 forðuðu margir kristnir Gyðingar sér til heiðingjaborgarinnar Pella í rómverska skatthéraðinu Pereu. Með því að halda vöku sinni og fara eftir viðvörun Jesú fengu þeir umflúið það sem kallað hefur verið „eitthvert hræðilegasta umsátur mannkynssögunnar.“

Árvekni og markvissar aðgerðir eru líka nauðsynlegar nú á tímum. Greinin á eftir fjallar um það.

[Rétthafi myndar á blaðsíðu 3]

Godo-Foto, West Stock

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila