Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w06 1.12. bls. 31
  • Kenndu börnunum að svara

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kenndu börnunum að svara
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Svipað efni
  • Lofum Jehóva í söfnuðinum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Hvetjum hvert annað á safnaðarsamkomum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Hvernig er best að búa sig undir samkomur?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Haltu fast við játningu vonar þinnar án þess að hvika
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
w06 1.12. bls. 31

Kenndu börnunum að svara

PERLA frá Mexíkó man eftir því að þegar hún var lítil fékk hún hjálp frá mömmu sinni við að undirbúa stutt svör fyrir Varðturnsnámið. Núna á Perla fimm ára son. Hvernig hjálpar hún honum? „Ég verð fyrst að undirbúa mig sjálf. Í leiðinni reyni ég að finna grein sem sonur minn skilur og hann getur útskýrt með eigin orðum. Síðan einbeitum við okkur að því sem hann kallar ‚greinina sína‘. Ég bið hann um að útskýra efnið með því að nota dæmi úr daglega lífinu. Síðan æfum við svarið nokkrum sinnum. Við notum hlut sem er svipaður að stærð og hljóðnemi þannig að hann viti hvernig hann eigi að halda á honum þegar hann svarar. Það líður ekki ein samkoma án þess að hann svari eða rétti upp höndina og það gleður mig mjög. Oftast fer hann til stjórnandans fyrir samkomuna og segir honum við hvaða grein hann ætli að svara.“

Jens er safnaðaröldungur í biblíunámshópi sem talar hindi. Hann á tvo syni sem eru tveggja og fjögurra ára gamlir. Þegar hann og kona hans undirbúa sig fyrir samkomurnar með börnunum nota þau aðferð sem Jens lærði hjá foreldrum sínum. Hann segir: „Við finnum út hvaða hluta efnisins drengirnir geta skilið. Síðan reynum við að segja þeim frá efninu í stuttu máli, hver séu aðalatriðin í greininni og spyrjum þá að lokum spurninga sem við viljum að þeir svari á samkomunni. Svör þeirra koma okkur oft á óvart því að þau eru mjög hrein og bein. Við sjáum hve mikið þeir í rauninni skilja á því hvernig þeir tjá sig. Svör þeirra eru sannarlega Jehóva til lofs og með þeim tjá þeir trú sína.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila