Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w10 1.1. bls. 18-19
  • Biblían – einstök varðveisla í aldanna rás

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Biblían – einstök varðveisla í aldanna rás
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað varð um önnur forn skjöl?
  • Hvað um biblíutextana?
  • Vissir þú?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Hvenær var Biblían skrifuð?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • A3 Hvernig varðveittist Biblían?
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Hvernig varðveittist Biblían fram á okkar daga?
    Vaknið! – 2008
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
w10 1.1. bls. 18-19

Biblían – einstök varðveisla í aldanna rás

BIBLÍAN er útbreiddasta bók mannkynssögunnar. Talið er að samanlagt upplag nemi nú 4,8 milljörðum eintaka. Árið 2007 voru prentuð ríflega 64.600.000 eintök. Til samanburðar má nefna að fyrsta prentun af söluhæstu skáldsögu þess árs í Bandaríkjunum var 12 milljónir eintaka.

Fólk brennir Biblíur

Áður en Biblían varð útbreiddasta bók í heimi lá oft við að hún glataðist með öllu. Í aldanna rás hefur hún verið bönnuð og brennd, og þeir sem voguðu sér að þýða hana voru kúgaðir og teknir af lífi. En alvarlegasta hættan, sem steðjaði að Biblíunni, voru þó ekki grimmilegar ofsóknir heldur hægfara slit og rotnun. Hvernig þá?

Biblían en samsafn 66 minni bóka. Þær elstu voru skrifaðar eða teknar saman fyrir meira en 3000 árum af Ísraelsmönnum. Frumrit hins innblásna texta og afrit af honum voru skrifuð á forgengileg efni, svo sem papírus og skinn. Ekkert af frumritunum hefur fundist. Hins vegar hafa fundist þúsundir ævafornra afrita af biblíubókum í misgóðu ástandi. Jóhannesarguðspjall er eitt þessara bóka en fundist hefur brot af henni sem er aðeins fáeinum áratugum yngra en frumrit Jóhannesar postula.

„Texti hebresku biblíunnar [Gamla testamentisins] hefur varðveist með einstakri nákvæmni sem á sér enga hliðstæðu í klassískum grískum og latneskum bókmenntum.“ — Prófessor Julio Trebolle Barrera.

Af hverju má merkilegt telja að nokkur afrit af bókum Biblíunnar skuli hafa varðveist? Og hversu nákvæmlega skila nútímaþýðingar Biblíunnar boðskapnum sem ritararnir skrásettu í upphafi?

Hvað varð um önnur forn skjöl?

Varðveisla Biblíunnar er einstök í ljósi þess hvernig fór fyrir skráðum heimildum þjóða sem voru samtíða Ísrael. Lítum á Fönikíumenn sem dæmi en þeir voru nágrannar Ísraelsmanna síðustu tíu aldirnar f.Kr. Fönikíumenn voru siglingaþjóð og breiddu stafrófsletur sitt út um allt svæðið kringum Miðjarðarhaf. Þeir högnuðust á mikilli verslun með papírus við Egypta og hinn grískumælandi heim. Þrátt fyrir það segir um Fönikíumenn í tímaritinu National Geographic: „Ritverk þeirra, aðallega skráð á viðkvæman papírus, eyðilögðust þannig að það sem við vitum um Fönikíumenn byggist aðallega á fordómafullum frásögum óvina þeirra. Fönikíumenn eru taldir hafa átt sér mikinn bókmenntaarf en hann er löngu glataður með öllu.“

Hvað um rit Forn-Egypta? Flestir kannast við myndletur þeirra sem þeir skáru í eða máluðu á musterisveggi og annars staðar. Egyptar eru líka kunnir fyrir að búa til skrifarkir úr papírus. Egyptalandsfræðingurinn Kenneth A. Kitchen segir hins vegar um egypskar heimildir skráðar á papírus: „Talið er að um 99 prósent allra papírusskjala sem skrifuð voru frá um það bil 3000 fram undir grísk-rómverska tímann séu algerlega glötuð.“

Hvað um rómversk papírusskjöl? Lítum á eftirfarandi dæmi. Í bókinni Roman Military Records on Papyrus segir að rómverskum hermönnum virðast hafa verið greidd laun þrisvar á ári og gerð var papíruskvittun fyrir laununum. Áætlað er að á þeim 300 árum sem liðu frá Ágústusi (27 f.Kr.–14 e.Kr.) til Díókletíanusar (284-305 e.Kr.) hafi verið gerðar um 225 milljónir launakvittana. Hve margar skyldu hafa varðveist fram á okkar dag? Aðeins hafa fundist tvær læsilegar kvittanir.

Af hverju er svona fátítt að forn papírusskjöl hafi varðveist? Skrifarkir úr forgengilegum efnum, svo sem papírus og skinni, skemmast fljótt í röku loftslagi. „Loftslag gerir að verkum að papírusskjöl frá þessum tíma [fyrstu árþúsund f.Kr.] varðveitast tæplega nema í þurrum eyðimörkum og þá í hellum eða einhvers konar skýli,“ segir í The Anchor Bible Dictionary.

Hvað um biblíutextana?

Frumeintök biblíubókanna munu hafa verið skrifuð á jafn forgengileg efni og notuð voru hjá Fönikíumönnum, Egyptum og Rómverjum. Hvernig stóð þá á því að efni Biblíunnar varðveittist og hún varð útbreiddasta bók veraldar? Prófessor James L. Kugel bendir á eina ástæðuna. Hann segir að frumritin hafi verið afrituð „æ ofan í æ, jafnvel á sjálfum biblíutímanum“.

Hvernig eru nútímaþýðingar Biblíunnar í samanburði við hin fornu handrit? Prófessor Julio Trebolle Barrera tilheyrir hópi sérfræðinga sem fékk það verkefni að rannsaka og gefa út forn handrit sem kallast Dauðahafshandritin. Hann segir: „Texti hebresku biblíunnar hefur varðveist með einstakri nákvæmni sem á sér enga hliðstæðu í klassískum grískum og latneskum bókmenntum.“ Hinn virti fræðimaður Frederick F. Bruce segir: „Það eru margfalt sterkari rök fyrir því að rit Nýja testamentisins séu áreiðanleg en mörg af ritum klassískra höfunda, en engum dettur þó í hug að véfengja þau.“ Hann heldur áfram: „Ef Nýja testamentið væri safn veraldlegra rita myndu fæstir sérfræðingar véfengja áreiðanleika þeirra.“ Biblían er vissulega einstök bók. Gefurðu þér tíma til að lesa daglega í henni? – 1. Pétursbréf 1:24, 25.

Til eru um 6.000 handskrifuð afrit af Gamla testamentinu og um 5.000 af Nýja testamentinu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila