Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w11 1.10. bls. 14-15
  • Hvernig getum við þekkt sanna tilbeiðslu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig getum við þekkt sanna tilbeiðslu?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Svipað efni
  • Hvernig er hægt að þekkja sanna trú?
    Gleðifréttir frá Guði
  • Tilbeiðsla sem Guð hefur velþóknun á
    Hvað kennir Biblían?
  • Um sanna tilbeiðslu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Hvernig getur þú fundið hina sönnu trú?
    Hvers krefst Guð af okkur?
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
w11 1.10. bls. 14-15

Kynntu þér orð Guðs

Hvernig getum við þekkt sanna tilbeiðslu?

Þessi grein fjallar um spurningar sem þú gætir hafa spurt þig og sýnir hvar svörin er að finna í Biblíunni. Vottar Jehóva myndu með ánægju ræða við þig um svörin.

1. Er aðeins til ein sönn trú?

Jesús kenndi fylgjendum sínum bara eina trú, hina sönnu trú. Líkja má henni við veg sem leiðir til lífs. Jesús sagði um þennan veg að þeir væru ,fáir sem fyndu hann‘. (Matteus 7:14) Guð viðurkennir aðeins tilbeiðslu sem byggir á sannleiksorði hans. Allir sannir tilbiðjendur eru sameinaðir í einni trú. – Lestu Jóhannes 4:23, 24; 14:6; Efesusbréfið 4:4, 5.

2. Hvers vegna eru til svona mörg kristin trúarbrögð?

Falsspámenn hafa spillt kristinni trú og notfært sér hana í eiginhagsmunaskyni. Eins og Jesús sagði fyrir koma þeir fram í „sauðaklæðum“ en haga sér líkt og „gráðugir vargar“. (Matteus 7:13-15, 21, 23) Eftir að postular Jesú dóu fór að bera mikið á falskristni. – Lestu Postulasöguna 20:29, 30.

3. Hvað einkennir sanna tilbeiðslu?

Sannkristnir menn líta á Biblíuna sem orð Guðs. Þeir reyna að lifa í samræmi við meginreglur hennar. Sönn trú er því ólík trúarbrögðum sem styðjast við hugmyndir manna. (Matteus 15:7-9) Sannkristnir menn boða ekki eitt en gera svo annað. – Lestu Jóhannes 17:17; 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.

Sönn trú upphefur nafn Guðs, Jehóva. Jesús kunngerði nafn hans. Hann hjálpaði fólki að kynnast Guði og kenndi því að biðja um að nafn hans yrði helgað. (Matteus 6:9) Hvaða trúarbrögð, sem þú kannast við, hvetja fólk til að nota nafn Guðs? – Lestu Jóhannes 17:26; Rómverjabréfið 10:13, 14.

4. Á hverju þekkjast sannir tilbiðjendur?

Sannkristnir menn boða Guðsríki. Guð sendi Jesú til að flytja boðaskapinn um það. Guðsríki er eina von mannkyns. Jesús hélt áfram að tala um það alveg til dauðadags. (Lúkas 4:43; 8:1; 23:42, 43) Hann sagði fylgjendum sínum að boða Guðsríki. Ef einhver talar við þig um Guðsríki, hverrar trúar er þá líklegt að hann sé? – Lestu Matteus 10:7; 24:14.

Fylgjendur Jesú eru ekki hluti af þessum illa heimi. Þeir taka engan þátt í stjórnmálum eða samfélagslegum deilum. (Jóhannes 17:16) Þeir taka ekki heldur upp slæma hegðun og skaðlegt hugarfar þessa heims. – Lestu Jakobsbréfið 1:27; 4:4.

5. Hvert er helsta einkenni sannrar kristni?

Sannkristnir menn bera djúpan kærleika hver til annars. Þeir læra af orði Guðs að virða fólk af öllum þjóðum. Þó að fölsk trúarbrögð hafi oft gefið stríðandi þjóðum dyggan stuðning sinn neita sannkristnir menn að gera það. (Míka 4:1-4) Í staðinn sýna þeir þá óeigingirni að nota tíma sinn og fjármuni til að hjálpa öðrum og uppörva þá. – Lestu Jóhannes 13:34, 35; 1. Jóhannesarbréf 4:20, 21.

Hvaða trúarhópur byggir allar kenningar sínar á orði Guðs, upphefur nafn Guðs og flytur boðskapinn um að Guðsríki sé eina von mannkyns? Hverjir sýna kærleika í verki og styðja ekki stríð og styrjaldir? Margir myndu segja að það séu Vottar Jehóva. – 1. Jóhannesarbréf 3:10-12.

Nánari upplýsingar er að finna í 15. kafla þessarar bókar, Hvað kennir Biblían?, sem gefin er út af Vottum Jehóva.

[Mynd á bls. 14]

„Þeir segjast þekkja Guð en afneita honum með verkum sínum.“ – Títusarbréfið 1:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila