Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w12 1.7. bls. 6
  • Samræmist vísindum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Samræmist vísindum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Svipað efni
  • Lög Guðs um hreinlæti voru á undan sinni samtíð
    Fleiri viðfangsefni
  • Bók frá Guði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Biblían barðist gegn sjúkdómum á undan vísindunum
    Vaknið! – 1992
  • Drepsóttir á tuttugustu öld
    Vaknið! – 1998
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
w12 1.7. bls. 6

Samræmist vísindum

„Hef ég ekki ritað þér þrjátíu sinnum heilræði og fræðslu, til þess að gera þér ljósan sannleika, sannleiksorð, svo að þú flytjir þeim áreiðanleg orð?“ – ORÐSKVIÐIRNIR 22:20, 21.

HVERNIG ER BIBLÍAN ÖÐRUVÍSI? Í fornritum er oft að finna óáreiðanlegar og skaðlegar kenningar sem nútímavísindi hafa afsannað með öllu. Jafnvel nú á tímum verða rithöfundar að endurnýja kennslubækur svo að þær séu í samræmi við nýjustu vísindauppgötvanir. Biblían heldur því hins vegar fram að höfundur hennar sé skaparinn og að orð hans ,vari að eilífu‘. – 1. Pétursbréf 1:25.

DÆMI: Í Móselögunum var Ísraelsmönnum fyrirskipað að grafa holu fyrir saur „utan við herbúðirnar“ og moka síðan yfir. (5. Mósebók 23:12, 13) Ef þeir snertu hræ af dýri eða látinn mann þurftu þeir að þvo sér upp úr vatni. (3. Mósebók 11:27, 28; 4. Mósebók 19:14-16) Þeir sem voru holdsveikir voru hafðir í einangrun þangað til skoðun leiddi í ljós að ekki væri lengur hætta á að þeir smituðu aðra. – 3. Mósebók 13:1-8.

ÞAÐ SEM LÆKNAVÍSINDI NÚTÍMANS LEIÐA Í LJÓS: Að ganga frá skolpi og saur með öruggum hætti, að þvo sér um hendur og að hafa fólk með smitsjúkdóma í einangrun eru enn áhrifaríkar aðferðir til varnar sjúkdómum. Sóttvarna- og forvarnamiðstöðvar Bandaríkjanna ráðleggja fólki sem hefur ekki aðgang að kamri eða annarri salernisaðstöðu að „hafa hægðir í að minnsta kosti 30 metra fjarlægð frá næsta vatnsbóli og hylja síðan saurinn“. Þegar bæjarfélög sjá til þess að gengið sé frá skolpi með öruggum hætti draga þau úr hættunni á niðurgangssjúkdómum um 36 prósent að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Það eru aðeins um 200 ár frá því að læknar gerðu sér grein fyrir að þeir báru smit á milli sjúklinga þegar þeir þvoðu sér ekki um hendurnar eftir að hafa snert lík. „Handþvottur er mikilvægasta sýkingavörn sem hægt er að viðhafa,“ segir á vef Landlæknisembættisins. Hvað um þær ráðleggingar að hafa sjúklinga í einangrun sem eru með holdsveiki eða aðra smitsjúkdóma? Nýverið sagði í læknablaðinu Saudi Medical Journal: „Einangrun og sóttkví getur verið eina og síðasta úrræðið til þess að hafa hemil á útbreiðslu smits þegar farsótt er yfirvofandi.“

HVAÐ HELDUR ÞÚ? Heldurðu að einhver önnur forn helgirit samræmist nútímavísindum? Eða er Biblían einstök?

[Innskot á bls. 6]

„Það er ekki hægt annað en að dást að því hve mikið var lagt upp úr hreinlæti á tímum Móse.“ – MANUAL OF TROPICAL MEDICINE EFTIR DR. ALDO CASTELLANI OG DR. ALBERT J. CHALMERS.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila