Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w13 1.5. bls. 16
  • Biblíuspurningar og svör

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Biblíuspurningar og svör
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Svipað efni
  • Hvernig getum við hlustað á Guð?
    Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu
  • Er þetta bara minni háttar misskilningur?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
  • Góð ástæða til að kynna sér Biblíuna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Fáðu meira út úr biblíulestri þínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
w13 1.5. bls. 16

BIBLÍUSPURNINGAR OG SVÖR

Er hægt að skilja boðskap Biblíunnar?

Biblían er orð Guðs. Hún er eins og bréf frá kærleiksríkum föður. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Í Biblíunni opinberar Guð hvernig við getum glatt hann, af hverju hann umber illskuna og hvað hann ætli að gera fyrir mannkynið í framtíðinni. En kennimenn hafa afskræmt kenningar Biblíunnar og það hefur orðið til þess að margir efast um að þeir muni nokkurn tíma öðlast skilning á því sem stendur í henni. – Postulasagan 20:29, 30.

Jehóva Guð vill að við lærum sannleikann um sig. Þess vegna hefur hann gefið okkur bók sem hægt er að skilja. – Lestu 1. Tímóteusarbréf 2:3, 4.

Hvernig getum við skilið það sem stendur í Biblíunni?

Jehóva gaf okkur ekki aðeins Biblíuna heldur hjálpar hann okkur að skilja það sem stendur í henni. Hann sendi Jesús til að kenna okkur. (Lúkas 4:16-21) Jesús hjálpaði hlustendum sínum að skilja Ritningarnar og tók fyrir hvert versið á fætur öðru. – Lestu Lúkas 24:27, 32, 45.

Jesús stofnaði kristna söfnuðinn með það fyrir augum að hann sinnti áfram því verki sem Jesús hafði sjálfur byrjað á. (Matteus 28:19, 20) Nú á tímum hjálpa sannir fylgjendur Jesú fólki að skilja hvað Biblían kennir um Guð. Ef þig langar til að skilja boðskap Biblíunnar myndu vottar Jehóva gjarnan vilja aðstoða þig. – Lestu Postulasöguna 8:30, 31.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila