Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w15 15.7. bls. 32
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Svipað efni
  • Skógarnir
    Vaknið! – 2023
  • „Tignarlegasta fljúgandi vera á jörð“
    Vaknið! – 2010
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
w15 15.7. bls. 32
Biriya-skógur í Galíleu.

Biriya-skógur í Galíleu.

VISSIR ÞÚ?

Var Ísrael til forna eins skógi vaxið og Biblían virðist gefa til kynna?

Í BIBLÍUNNI kemur fram að sum svæði í fyrirheitna landinu hafi verið skógi vaxin og að mikið hafi verið um trjágróður. (Jós. 17:15, 18; 1. Kon. 10:27) Sumir gætu þó efast um að svo hafi nokkurn tíma verið þar sem landið er að stórum hluta ósköp bert nú til dags.

Stór mórfíkjuklasi.

Stór mórfíkjuklasi.

Bókin Life in Biblical Israel (Lífið í Ísrael á biblíutímanum) útskýrir að „skógar í Ísrael til forna hafi verið mun stærri en þeir eru nú“. Hálendið var aðallega þakið aleppófuru (Pinus halepensis), sígrænni eik (Quercus calliprinos) og terebintutré (Pistacia palaestina). Í Sefela, sem nær yfir hæðótt landsvæði frá fjallgarðinum í miðju landsins til strandar Miðjarðarhafs, var einnig mikið um mórfíkjutré (Ficus sycomorus).

Í bókinni Plants of the Bible (Plöntur í Biblíunni) segir að sums staðar í Ísrael sé trjágróður nú algerlega horfinn. Hvað hefur stuðlað að því? Í bókinni er útskýrt að það hafi gerst smám saman. Þar segir: „Maðurinn hefur æ ofan í æ tekið fram fyrir hendurnar á náttúrunni, aðallega til að stækka ræktar- og beitiland en líka til komast yfir byggingarefni og eldivið.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila