Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp18 Nr. 1 bls. 12-13
  • 3 Hjálp til að þola erfið vandamál

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 3 Hjálp til að þola erfið vandamál
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2018
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • LANGVINN VEIKINDI
  • SORG
  • Hvernig getur bænin hjálpað þér?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
  • Hvernig hafa sumir fengið svör?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Segðu þeim að þú elskir þau
    Reynslusögur af vottum Jehóva
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2018
wp18 Nr. 1 bls. 12-13
Kona syrgir við leiði. Kona í hjólastól hlustar á boðskap Biblíunnar.

3 Hjálp til að þola erfið vandamál

Eins og er getum við hvorki komist hjá né leyst sum vandamál. Ef þú hefur til dæmis misst ástvin í dauðann eða glímir við langvinn veikindi áttu líklega ekki um annað að velja en að læra að þola sársaukann sem því fylgir. Getur Biblían hjálpað okkur í slíkum aðstæðum?

LANGVINN VEIKINDI

Rut segir: „Ég er með arfgengan kvilla sem veldur því að ég er stöðugt með mikla verki. Þess vegna nýt ég alls ekki sömu lífsgæða og áður.“ Eitt af því sem hún hafði hvað mestar áhyggjur af var að hún gat stundum ekki einbeitt sér að biblíulestri og því að sinna trú sinni. En orð Jesú í Matteusi 19:26 voru henni mikil hvatning: „Guði er ekkert um megn.“ Rut fann aðferðir sem hentuðu henni til náms. Stundum var hún með svo mikla verki að hún gat varla lesið. Hún fór því að hlusta á upplestur úr Biblíunni og biblíutengdum ritum.a Hún segir: „Ég veit ekki hvernig ég hefði haldið sambandinu við Guð sterku án þessara hjálpargagna.“

Þegar Rut verður döpur yfir að geta ekki gert eins mikið og áður sækir hún huggun í 2. Korintubréf 8:12: „Ef viljinn er góður þá er hver metinn eftir því sem hann á og ekki eftir því sem hann á ekki til.“ Það minnir hana á að Guð er ánægður með það sem hún gerir vegna þess að hún gerir sitt besta miðað við aðstæður.

SORG

Daníella, sem minnst var á áður, segir: „Eftir að 18 ára gömul dóttir mín lést var sársaukinn svo mikill að ég hélt að ég gæti ekki lifað áfram. Lífið hafði breyst til frambúðar.“ Sálmur 94:19 var henni mikil huggun en þar segir sálmaskáldið við Guð: „Þegar áhyggjur þjaka mig hressir huggun þín sál mína.“ Daníella segir: „Ég bað Jehóva að hjálpa mér að finna eitthvað sem gæti huggað mig.“

Hún fór að sinna mikilvægu sjálfboðastarfi af krafti. Seinna líkti hún sér við vaxliti. Rétt eins og hægt er að lita með vaxlitum þó að þeir brotni, gat hún hjálpað öðrum þó að hún væri niðurbrotin. Hún segir: „Það rann upp fyrir mér að þegar ég notaði meginreglur Biblíunnar til að hughreysta biblíunemendur mína var Jehóva ekki síður að hugga og hughreysta mig.“ Hún bjó sér til lista yfir biblíupersónur sem urðu fyrir mikilli sorg og segir að „þær voru undantekningalaust bænrækið fólk“. Henni lærðist líka að „maður finnur ekki svör í Biblíunni nema með því að opna hana“.

Af námi sínu í Biblíunni lærði Daníella þar að auki að horfa fram á veginn í stað þess að hugsa um það sem er liðið. Vonin, sem minnst er á í Postulasögunni 24:15, hughreysti hana en þar segir að „upp muni rísa bæði réttlátir og ranglátir“. Er Daníella sannfærð um að Jehóva muni reisa dóttur hennar upp til lífs á ný? Hún segir: „Ég sé dóttur mína fyrir mér í framtíðinni. Það má segja að Jehóva sé nú þegar búinn að setja næsta ‚stefnumót‘ okkar á dagatal sitt. Ég man svo vel eftir þegar ég sá hana fyrst, daginn sem hún fæddist, og ég sé hana jafn ljóslifandi fyrir mér í garðinum heima í framtíðinni.“

a Hægt er að nálgast mikið af hljóðupptökum á vefsíðunni jw.org.

Þú getur leitað huggunar í Biblíunni, jafnvel á mjög erfiðum tímum.

HVERNIG HJÁLPAR GUÐ OKKUR?

Biblían svarar því skýrt og greinilega. Þar segir: „Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni. Hann uppfyllir óskir þeirra sem óttast hann og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.“ (Sálmur 145:18, 19) Er þetta ekki hlýlegt loforð? En hvernig svarar Jehóva Guð þeim sem biðja hann í einlægni um leiðsögn?

HANN STYRKIR OKKUR:

Vandamál geta gert okkur kjarklítil og dregið úr okkur mátt – líkamlega, tilfinningalega og andlega. (Orðskviðirnir 24:10) En Jehóva „veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt“. (Jesaja 40:29) Páll postuli þurfti að þola margar raunir. Hann sagði: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.“ (Filippíbréfið 4:13) Heilagur andi Guðs styrkti Pál í erfiðleikunum. Þú getur líka beðið Guð að gefa þér heilagan anda. – Lúkas 11:13.

HANN GEFUR OKKUR VISKU:

Hvað geturðu gert ef þig langar til að skilja Biblíuna og fylgja ráðum hennar? Jakob, lærisveinn Jesú, skrifaði: „Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast.“ (Jakobsbréfið 1:5) Þú breytir í samræmi við bænir þínar með því að lesa í Biblíunni og fara eftir því sem þú lærir. (Jakobsbréfið 1:23-25) Þá kynnistu af eigin raun hve viturleg ráð hennar eru.

HANN VEITIR INNRI FRIÐ:

Jehóva getur gefið okkur innri ró jafnvel þótt við séum mjög kvíðin og áhyggjufull. Í orði hans segir: „Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.“ (Filippíbréfið 4:6, 7) Þú getur beðið Jehóva að veita þér innri frið.

Gerðu ekki ráð fyrir að Guði sé sama um þig þó að vandamálin leysist ekki strax. Þótt erfiðleikarnir dragist á langinn getur Guð gefið þér hugrekki og styrk til að halda út. (1. Korintubréf 10:13) Biblían lofar einnig að sá tími komi að vandamál okkar verði leyst í eitt skipti fyrir öll.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila