Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp18 Nr. 3 bls. 12
  • Hverjum er um að kenna?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hverjum er um að kenna?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2018
  • Svipað efni
  • Hvað segir Biblían um þjáningar?
    Vaknið! – 2015
  • Hverju svarar Biblían?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
  • Af hverju leyfir Guð þjáningar?
    Hvað kennir Biblían?
  • Hvers vegna eru til illska og þjáningar?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2018
wp18 Nr. 3 bls. 12
Fyrstir á slysstað eftir bílslys.

Hverjum er um að kenna?

Ef Guð er ekki valdur að sárri fátækt, hungursneyðum, grimmilegum styrjöldum, skelfilegum sjúkdómum og náttúruhamförum, hvað veldur þeim þá? Biblían bendir á þrjár helstu ástæðurnar fyrir þjáningum manna:

  1. Eigingirni, græðgi og hatur. „Einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ (Prédikarinn 8:9) Oft þjáist fólk vegna þess að það verður fyrir barðinu á ófullkomnu fólki sem er eigingjarnt eða grimmt.

  2. Tími og tilviljun. Menn þjást oft vegna þess að „tími og tilviljun hittir þá alla fyrir“. (Prédikarinn 9:11) Fólk getur verið á röngum stað á röngum tíma, orðið fyrir slysi, verið kærulaust eða gert mistök.

  3. Stjórnandi þessa heims er illur. Biblían gefur skýrt til kynna hver sé meginástæðan fyrir þjáningum manna. Í henni segir: „Allur heimurinn er á valdi hins vonda.“ (1. Jóhannesarbréf 5:19) ,Hinn vondi‘ er Satan djöfullinn og „í honum finnst enginn sannleikur“, en hann er voldug andavera sem áður var engill Guðs. (Jóhannes 8:44, Biblían 1981) Fleiri englar sameinuðust Satan í uppreisninni gegn Guði í eiginhagsmunaskyni og urðu þannig illir andar. (1. Mósebók 6:1-5) Allt frá því að Satan og illir andar hans gerðu uppreisn hafa þeir haft mikil og slæm áhrif á málefni heimsins. Það á sérstaklega við nú á tímum. Nú er djöfullinn bálreiður og „afvegaleiðir alla heimsbyggðina“ en það hefur valdið hörmungum á jörðinni. (Opinberunarbókin 12:9, 12) Satan er sannarlega grimmur stjórnandi. Í vonsku sinni nýtur hann þess að sjá menn þjást. Það er Satan – ekki Guð – sem veldur þjáningum manna.

HUGLEIDDU ÞETTA: Aðeins tilfinningalaus og djöfullegur illvirki myndi láta saklaust fólk þjást. Aftur á móti segir Biblían: „Guð er kærleikur.“ (1. Jóhannesarbréf 4:8) Og í fullu samræmi við það segir á öðrum stað í Biblíunni: „Fjarri fer því að Guð breyti ranglega og Hinn almáttki aðhafist illt.“ – Jobsbók 34:10.

Það er eðlilegt að velta fyrir sér spurningunni: „Hversu lengi mun almáttugur Guð leyfa Satan að halda áfram sinni grimmu stjórn?“ Eins og komið hefur fram hefur Guð andstyggð á illsku og hann finnur til með okkur þegar við þjáumst. Við fáum þessa hvatningu í orði hans: „Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.“ (1. Pétursbréf 5:7) Guð elskar okkur og hefur mátt til að binda enda á allt óréttlæti og þjáningar, eins og rætt er um í næstu grein.a

a Finna má nánari upplýsingar um hvers vegna Guð leyfir þjáningar í 11. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? Bókin er gefin út af Vottum Jehóva og hægt er að nálgast hana á www.jw.org/is.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila