Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w18 júlí bls. 30-31
  • Hvernig geturðu gert biblíunám þitt áhrifaríkara og skemmtilegra?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig geturðu gert biblíunám þitt áhrifaríkara og skemmtilegra?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Svipað efni
  • Nám auðgandi og ánægjulegt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Hvernig geturðu haft sem mest gagn af Biblíunni?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Nýttu þér til fulls andlegu fæðuna frá Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Rannsóknir og efnisleit
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
w18 júlí bls. 30-31
Jósúa les í lögmálinu við lampaljós.

Hvernig geturðu gert biblíunám þitt áhrifaríkara og skemmtilegra?

Jósúa les í lögmálinu. Múrar Jeríkó falla en heimili Rahab stendur enn. Jósúa lyftir höndum í átt til himins og ákallar Jehóva.

JÓSÚA á erfitt verkefni fyrir höndum. Hann á að leiða Ísraelsþjóðina inn í fyrirheitna landið andspænis fjallháum hindrunum. En Jehóva stappar í hann stálinu og fullvissar hann um að honum eigi eftir að farnast vel. ,Vertu djarfur og hughraustur,‘ segir hann. ,Framfylgdu lögum mínum. Hugleiddu efni lögbókarinnar dag og nótt svo að þú getir gætt þess að fylgja nákvæmlega því sem þar er skráð, til þess að ná settu marki og þér farnist vel.‘ – Jós. 1:7, 8.

Nú eru „örðugar tíðir“ og ýmsir erfiðleikar mæta okkur. (2. Tím. 3:1) En okkur getur farnast vel, rétt eins og Jósúa, ef við förum eftir ráðunum sem Jehóva gaf honum. Við getum lesið reglulega í Biblíunni og notað meginreglur hennar til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi okkar.

Mörgum okkar finnst þó erfitt að setjast niður til að lesa og grúska þar sem við teljum okkur kannski ekki mikla námshesta. En biblíunám er afar mikilvægt. Í rammanum „Prófaðu þessar tillögur“ eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað þér að gera námið áhrifaríkara og skemmtilegra.

„Leið mig götu boða þinna,“ söng sálmaskáldið, „af henni hef ég yndi.“ (Sálm. 119:35) Þú getur haft mikla ánægju af að hugleiða orð Guðs og átt eftir að finna marga dýrmæta gimsteina þegar þú grefur eftir andlegum fjársjóðum.

Þó að við þurfum ekki að leiða heila þjóð eins og Jósúa höfum við öll vissa erfiðleika að glíma við. Fylgdu því fordæmi Jósúa með því að lesa það sem hefur verið skrifað þér til gagns og fara eftir því. Þegar þú gerir það muntu ná settu marki og þér farnast vel.

PRÓFAÐU ÞESSAR TILLÖGUR

  • Maður spennir greipar og fer með bæn.

    Farðu með bæn áður en þú byrjar. Jehóva lét skrá hugsanir sínar í Biblíuna okkur til gagns. Þegar þú lest í henni skaltu því biðja Jehóva að hjálpa þér að skilja það sem þú lest, muna eftir því og heimfæra það upp á líf þitt. – Esra. 7:10.

  • Maður spyr sig spurningar.

    Spyrðu þig spurninga þegar þú lest í Biblíunni eða biblíutengdum ritum: Hvað segir þetta mér um Jehóva? Hvernig styður það heildarboðskap Biblíunnar? Hvernig get ég notað þetta til að hjálpa öðrum?

  • Maður hugleiðir.

    Hugleiddu efnið. Gerðu hlé á lestrinum og spyrðu þig: Hvað finnst mér um þetta efni? Af hverju finnst mér það? Hvernig tengist það því sem ég hef upplifað, núverandi aðstæðum mínum eða því sem gæti gerst í framtíðinni? Hvernig get ég farið eftir þessum meginreglum og ráðum Biblíunnar? (Job. 23:5; Sálm. 49:4) Kannaðu hvort þú getir útskýrt hvers vegna Jehóva segir þjónum sínum að forðast vissa hegðun og hvað hefði gerst ef sögupersónan hefði farið öðruvísi að. – 5. Mós. 32:28, 29.

  • Maður notar ímyndunaraflið til að lifa sig inn í frásögu Biblíunnar.

    Notaðu ímyndunaraflið þegar þú lest. Geturðu til dæmis séð fyrir þér aðstæðurnar þegar bræður Jósefs seldu hann í hendur Ísmaelíta? (1. Mós. 37:18-28) Hvað sérðu? Hvað heyrirðu? Hvaða lykt finnurðu? Settu þig í spor sögupersónanna. Hvað eru þær að hugsa? Og hvernig líður þeim? Þegar þú notar ímyndunaraflið verður efnið ljóslifandi fyrir þér og námið innihaldsríkara.

  • Maður notar hjálpargögn.

    Notaðu námsgögn frá söfnuðinum til að gera námið áhugaverðara. Lærðu að nota þau gögn sem til eru á þínu máli, hvort heldur þau eru á prenti eða á Netinu. Hikaðu ekki við að spyrja aðra hvernig þú getir notað þau sem best. Með Efnislyklinum að ritum Votta Jehóva og efnisskránni Watch Tower Publications Index geturðu til dæmis fundið það sem skrifað hefur verið um fjölda viðfangsefna og útskýringar á fjölmörgum biblíuversum. Í Handbók biblíunemandans er að finna hagnýtar upplýsingar um landafræði, tímatal, mál og vog og margt fleira.

  • Maður dregur saman meginatriði.

    Dragðu saman meginatriðin til að festa efnið í minni. Og enn betra er ef þú getur sagt öðrum frá því sem þú hefur lært. Geturðu notað eitthvað af því í boðuninni? Með því að gera þetta festirðu aðalatriðin í minni og leyfir líka öðrum að njóta góðs af því sem þú hefur lært.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila