Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp19 Nr. 2 bls. 10-11
  • Þegar maður er alvarlega veikur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar maður er alvarlega veikur
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2019
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • ÞAÐ SEM HEFUR HJÁLPAÐ MÖRGUM
  • Veikindi í fjölskyldunni
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Þú ert mikils virði í augum Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Af hverju þarf ég að stríða við veikindi?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Hvernig getur bænin hjálpað þér?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2019
wp19 Nr. 2 bls. 10-11

Þegar maður er alvarlega veikur

„Þegar ég greindist með krabbamein í lunga og ristli fannst mér ég hafa fengið dauðadóm. En þegar ég kom heim frá lækninum hugsaði ég að þó að þetta væri ekki eitthvað sem ég hefði búist við þyrfti ég að læra að takast á við það.“ – Linda, 71 árs.

„Ég þjáist af sársaukafullum taugasjúkdómi sem herjar á vinstri hluta andlitsins. Stundum hefur sársaukinn verið svo mikill að ég hef sokkið niður í þunglyndi. Ég var oft einmana og hugsaði jafnvel um að taka líf mitt.“ – Elise, 49 ára.

Veikur maður í hjólastól er umvafinn ástvinum.

EF ÞÚ, eða ástvinur þinn, hefur verið greindur með lífshættulegan sjúkdóm veistu hversu mikið álag fylgir því. Auk sjúkdómsins sjálfs þarf að glíma við erfiðar tilfinningar. Ótti og kvíði getur margfaldast vegna taugatrekkjandi læknisheimsókna, erfiðleika við að komast í eða borga fyrir læknismeðferð eða slæmra aukaverkana af lyfjum. Sálarangistin sem fylgir alvarlegum veikindum getur verið yfirþyrmandi.

Hvar getum við leitað hjálpar? Margir hafa fundið hughreystingu með því að reiða sig á bænina og lesa uppörvandi kafla í Biblíunni. Við getum líka fengið hjálp og stuðning frá fjölskyldu okkar og vinum.

ÞAÐ SEM HEFUR HJÁLPAÐ MÖRGUM

„Ef þú tekst á við sjúkdóminn með trausti á Guð mun hann hjálpa þér,“ segir Robert sem er 58 ára. „Leitaðu til Jehóva í bæn. Segðu honum hvernig þér líður. Biddu hann um að gefa þér af anda sínum. Og biddu hann líka um styrk til að þú getir verið hvetjandi við fjölskyldu þína og haldið ró þinni í gegnum veikindin.“

„Það er mikils virði að finna fyrir stuðningi fjölskyldunnar. Ég fæ símtöl á hverjum degi frá vinum sem spyrja hvernig ég hafi það. Ég fæ hvatningu frá vinum héðan og þaðan. Það léttir mér lundina og hjálpar mér að gefast ekki upp.“

Ef þú ert að heimsækja veikan vin er Linda með gott ráð fyrir þig: „Sjúklingurinn vill örugglega eiga eins eðlilegt líf og hægt er. Og hann vill eflaust ekki að allar samræður snúist um veikindin. Það er því best að tala um það sem þið talið venjulega um.“

Með hjálp frá Guði og uppörvun úr orði hans ásamt stuðningi vina og fjölskyldu getum við verið örugg um að lífið sé erfiðisins virði – jafnvel þótt við glímum við alvarleg veikindi.

Biblíuvers sem geta hjálpað

Treystu á Guð.

„Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu sem ég hræddist. Hér er vesæll maður sem hrópaði og Drottinn bænheyrði hann.“ – Sálmur 34:5, 7.

Linda, sem vitnað var í áður, segir: „Ég bið ekki um að ég losni við sjúkdóminn. Ég bið öllu heldur um að fá styrk til þess að halda út.“

Sæktu styrk í orð Guðs.

„Enginn borgarbúi mun segja: ,Ég er veikur.‘“ – Jesaja 33:24.

Íhugaðu loforð Guðs varðandi framtíðina. Það gefur þér von og styrkir þig til þess að gefast ekki upp.

Leitaðu til fjölskyldu og vina.

„Vinur lætur aldrei af vináttu sinni, í andstreymi reynist hann sem bróðir.“ – Orðskviðirnir 17:17.

„Ekki einangra þig,“ segir Elise sem vitnað var í áður. „Leyfðu vinum þínum að hjálpa þér. Stundum gæti þér liðið eins og þú standir einn og kannski finnst þér jafnvel að Guð hlusti ekki á þig – en ekki einangra þig.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila