Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.93 bls. 8
  • Hjálpum öllum sem hafa sýnt áhuga

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hjálpum öllum sem hafa sýnt áhuga
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Jehóva blessar viðleitni okkar til að halda minningarhátíðina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Hvers vegna sækjum við minningarhátíðina?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • „Gjörið þetta í mína minningu“
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Hjálpið öðrum að njóta góðs af lausnargjaldinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 3.93 bls. 8

Hjálpum öllum sem hafa sýnt áhuga

1 Trú okkar og kærleikur til annarra mun knýja okkur í mars til að hjálpa og bjóða til minningarhátíðarinnar öllum sem hafa sýnt boðskapnum um Guðsríki áhuga. Slíka þarf að leiða til hjálpræðis Jehóva sem snýst um lausnarfórn Krists. — Hebr. 9:28.

2 Það er góð hugmynd að gera lista yfir þá sem þú vilt bjóða til hátíðarinnar. Taktu með hvern þann sem sækir samkomur af og til, svo og þá sem hafa áður haft nám eða sýnt áhuga. Gleymdu ekki mökum eða öðrum fjölskyldumeðlimum sem ekki eru í trúnni. Þegar þú hefur skrifað upp listann gerðu þér þá far um að heimsækja hvern einstakling á honum. Þú kannt að vilja biðja öldungana að hjálpa þér við að fara í vissar heimsóknir.

3 Hvað getur þú sagt í heimsókninni?

Eftir hlýlega kveðju gætir þú sagt eitthvað á þessa leið:

◼ „Þú hefur hér áður sýnt áhuga á andlegum málum og ég bjóst við að þú kynnir að meta það að ég byði þér á þennan sérstaka viðburð. [Réttu húsráðandanum prentaða boðsmiðann.] Minningarhátíðin um dauða Krists er eini atburðurinn sem Drottinn Jesús Kristur bauð fylgjendum sínum að halda hátíðlegan. Við hlökkum til að rifja upp það sem Kristur kom til leiðar með dauða sínum og hvernig við getum vegna þess dauða öðlast eilíft líf. Síðastliðið ár voru meira en 11 milljónir viðstaddar þessa sérstöku samkomu. Það væri mér ánægja að fá þig með mér til þessarar hátíðar núna í ár.“ Gættu þess að skrifa niður á hvaða tíma og stað söfnuður þinn mun halda minningarhátíðina. Þú skalt einnig bjóðast til að sjá viðmælanda þínum fyrir fari sé það nauðsynlegt.

4 Bjóða ætti velkomna þá sem sækja minningarhátíðina í fyrsta sinn. Hjálpaðu þeim að kynnast boðberunum. Ef þú veist um einhverja áhugasama einstaklinga sem búa í næsta nágrenni þeirra ættir þú að kynna þá fyrir þeim. Það mun verða þeim til uppörvunar að sjá að nokkrir úr þeirra nágrenni hafi áhuga á sannleikanum. Bjóddu þeim að sitja með fjölskyldu þinni meðan á minningarhátíðinni stendur ef það er hægt.

5 Að sjálfsögðu mun það eitt að vera viðstaddir minningarhátíðina ekki tryggja þeim hjálpræði. En fyrir marga þeirra sem þú býður gæti það reynst fyrsta skrefið í þá átt að iðka trú á úthellt blóð Jesú. Á leiðinni heim frá samkomunni skalt þú spyrja gestinn hvort hann myndi vilja koma og hlýða á opinbera fyrirlesturinn og Varðturnsnámið næsta sunnudag. Vertu hlýlegur og hjálpsamur. Láttu hann vita að þú sért fús til að hjálpa honum á hvern þann hátt sem þú getur. Því fyrr sem hann byrjar að eiga félagsskap við okkur á reglulegum grundvelli þeim mun hraðari verða andlegar framfarir hans. Mikil verður gleði okkar og ánægja að lifa af og koma út úr „þrengingunni miklu“ ásamt mörgum öðrum sem við kunnum að hafa getað hjálpað. — Opinb. 7:9, 14.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila