Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.07 bls. 1
  • „Gjörið þetta í mína minningu“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Gjörið þetta í mína minningu“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • „Gerið þetta í mína minningu“
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Jehóva blessar viðleitni okkar til að halda minningarhátíðina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Hjálpið öðrum að njóta góðs af lausnargjaldinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Hvers vegna sækjum við minningarhátíðina?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 3.07 bls. 1

„Gjörið þetta í mína minningu“

Við minnumst dauða Jesú 2. apríl

1. Hvers vegna er 2. apríl 2007 mikilvægur dagur?

1 Milljónir manna um allan heim munu koma saman 2. apríl 2007 til að minnast fórnardauða Jesú. Hann dó til að upphefja drottinvald föður síns og sannaði að Satan hefði ranglega haldið því fram að mennirnir þjónuðu Guði af eigingjörnum hvötum. (Job. 2:1-5) Kvöldmáltíð Drottins minnir okkur einnig á að Jesús gaf „líf sitt til lausnargjalds fyrir marga“ með því að deyja sem fullkominn, syndlaus maður. (Matt. 20:28) Þess vegna bauð Jesús lærisveinum sínum: „Gjörið þetta í mína minningu.“ (Lúk. 22:19) Ertu farinn að búa þig undir að minnast þessa einstaka kærleiksverks til að sýna Guði þakklæti þitt fyrir þessa dýrmætu gjöf? — Jóh. 3:16.

2. Hvernig getum við undirbúið hjartað fyrir minningarhátíðina?

2 Undirbúum hjartað: Með því að hugleiða hvað gerðist dagana áður en Jesús var tekinn af lífi getum við undirbúið hjartað fyrir minningarhátíðina. Til að aðstoða okkur við það getum við fylgt lestraráætluninni sem er í Rannsökum daglega ritningarnar — 2007 og á dagatalinu 2007. Þessi dagskrá fylgir atburðarásinni fram að aftöku Jesú miðað við dagatal okkar tíma. Þegar talað er um daga og dagsetningar í frásögu Biblíunnar er miðað við dagatal Gyðinga en þar er dagurinn talinn frá sólarlagi til sólarlags. Tekið hefur verið tillit til þessa mismunar í biblíulestraráætluninni fyrir minningarhátíðina. Þegar við setjum okkur vel inn í efnið og hugleiðum í bænarhug hve kærleikur Guðs er sterkur höfum við enn meira gagn af minningarhátíðinni.

3. Hvernig getum við stuðlað að því að áhugasamir og óvirkir njóti góðs af minningarhátíðinni?

3 Bjóðum öðrum: Í viðaukanum í Ríkisþjónustunni í febrúar var auglýst sérstakt átak til að bjóða fólki á þennan mikilvæga atburð. Hefurðu gert ráðstafanir til að taka virkan þátt í þessu átaki? Ertu búinn að skrifa niður á blað alla sem þú vilt bjóða og ertu farinn að hafa samband við þá? Reyndu að vera mættur á minningarhátíðina nógu snemma til að bjóða velkomna þá sem þú bauðst og aðra áhugasama. Þú vilt líklega sitja hjá þeim og sjá til þess að þeir hafi biblíu og söngbók. Kynntu þá fyrir öðrum í söfnuðinum. Vertu tilbúinn að svara spurningum þeirra eftir ræðuna. Bjóddu þeim á sérræðuna sem verður flutt 15. apríl. Öldungum ætti sérstaklega að vera umhugað um að bjóða þeim sem tengjast söfnuðinum en eru óvirkir að koma á minningarhátíðina og sérræðuna.

4. Hvernig getum við hjálpað fólki að halda áfram að taka andlegum framförum eftir minningarhátíðina?

4 Hjálpum áhugasömum og óvirkum að taka framförum: Ræðumaðurinn á minningarhátíðinni mun útskýra stuttlega hvernig biblíunámskeið fer fram og hvetja áhugasama til að halda áfram að kynnast Jehóva. Þú getur notað þessar ábendingar til að bjóða gestum þínum aðstoð við að læra meira. Ef þeir eru ekki nú þegar að kynna sér Biblíuna með vottum Jehóva skaltu heimsækja þá fljótlega eftir minningarhátíðina og sýna þeim hvernig biblíunámskeið fer fram. Til að þeir taki framförum er líka mikilvægt að þeir sæki samkomur. (Hebr. 10:24, 25) Við skulum því hvetja áhugasama til að sækja samkomur reglulega. Öldungar ættu að heimsækja óvirka boðbera sem komu á minningarhátíðina og byggja á því sem fram kom í ræðunni. Það gæti hvatt þá til að verða aftur virkir í söfnuðinum.

5. Hvaða áhrif ætti minningarhátíðin að hafa á okkur?

5 Minningarhátíðin gefur okkur gott tækifæri til að hugsa alvarlega um það sem Jehóva og Jesús hafa gert fyrir okkur. Það eykur kærleika okkar til þeirra og hefur áhrif á hegðun okkar. (2. Kor. 5:14, 15; 1. Jóh. 4:11) Núna er rétti tíminn til að undirbúa okkur og áhugasama fyrir þennan mikilvæga atburð um leið og við ‚boðum dauða Drottins‘. — 1. Kor. 11:26.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila