Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.12 bls. 1
  • „Gerið þetta í mína minningu“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Gerið þetta í mína minningu“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • „Gjörið þetta í mína minningu“
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Sýnum þakklæti okkar Minningarhátíðin verður haldin 17. apríl
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Jehóva blessar viðleitni okkar til að halda minningarhátíðina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Undirbúum okkur fyrir minningarhátíðina með glöðu hjarta
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 3.12 bls. 1

„Gerið þetta í mína minningu“

Minningarhátíðin verður haldin 5. apríl

1. Af hverju er minningarhátíðin mikilvæg?

1 „Gerið þetta í mína minningu.“ (Lúk. 22:19) Með þessum orðum bauð Jesús fylgjendum sínum að minnast fórnardauða síns. Í ljósi alls þess sem lausnarfórnin hefur komið til leiðar er enginn viðburður jafn mikilvægur kristnum mönnum og minningarhátíðin. Hvernig getum við sýnt Jehóva þakklæti okkar nú þegar styttist óðum í minningarhátíðina, 5. apríl? – Kól. 3:15.

2. Hvernig getum við sýnt að við séum þakklát fyrir minningarhátíðina með því að undirbúa okkur?

2 Undirbúningur: Vanalega undirbúum við okkur fyrir það sem við teljum mikilvægt. Við getum undirbúið okkur sem fjölskylda fyrir minningarhátíðina með því að hugleiða og lesa um síðustu daga Jesú hér á jörð. (Esra. 7:10) Í Rannsökum daglega ritningarnar og á dagatalinu er vísað í ritningarstaði sem fjalla um þessa daga og enn nánari tillögur að undirbúningi er að finna í Varðturninum apríl-júní 2011, bls. 23-24. Þar er einnig vísað í viðeigandi kafla í bókinni Mesta mikilmenni.

3. Hvernig getum við sýnt þakklæti okkar fyrir minningarhátíðina með auknu starfi?

3 Boðunarstarf: Við getum einnig sýnt þakklæti okkar með því að starfa eins mikið og við mögulega getum. (Lúk. 6:45) Laugardaginn 17. mars hefst átak um allan heim til að bjóða fólki á minningarháíðina. Gætirðu hagrætt hlutunum þannig að þú hafir meiri tíma til að taka þátt í boðunarstarfinu? Gætirðu kannski verið aðstoðarbrautryðjandi? Hvernig væri að ræða þessi mál á næsta biblíunámskvöldi fjölskyldunnar?

4. Hvaða gagn getum við haft af því að sækja minningarhátíðina?

4 Á hverju ári njótum við góðs af því að sækja minningarhátíðina. Við finnum til meiri gleði og kærleikur okkar til Jehóva eykst þegar við hugleiðum hversu örlátur hann var þegar hann sendi einkason sinn til að deyja fyrir syndir okkar. (Jóh. 3:16; 1. Jóh. 4:9, 10) Það er okkur hvatning til að lifa ekki framar sjálfum okkur. (2. Kor. 5:14, 15) Og það vekur hjá okkur löngun til að lofa Jehóva opinberlega. (Sálm. 102:20-22) Þakklátir þjónar Jehóva bíða með eftirvæntingu eftir að fá að ,boða dauða Drottins‘ á minningarhátíðinni 5. apríl. – 1. Kor. 11:26.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila