Sýnum þakklæti okkar Minningarhátíðin verður haldin 17. apríl
1. Hvers vegna er viðhorf sálmaritarans sérstaklega viðeigandi í kringum minningarhátíðina?
1 „Hvað á ég að gjalda Drottni fyrir allar velgjörðir hans við mig?“ spurði sálmaritarinn og hafði þá í huga hvernig Jehóva hafði margsinnis frelsað þjóna sína og sýnt þeim miskunn. (Sálm. 116:12) Þjónar Guðs nú á tímum hafa jafnvel enn ríkari ástæðu til að vera þakklátir. Mörgum öldum eftir að þessi innblásnu orð voru færð í letur gaf Jehóva mannkyninu stórkostlega gjöf — lausnargjaldið. Við höfum því ærna ástæðu til að sýna þakklæti okkar í verki núna þegar við búum okkur undir að minnast dauða Jesú Krists 17. apríl næstkomandi. — Kól. 3:15.
2. Hvaða ástæður höfum við til að sýna þakklæti okkar fyrir lausnargjaldið?
2 Blessanir lausnargjaldsins: Vegna lausnargjaldsins getum við fengið „fyrirgefningu synda okkar“. (Kól. 1:13, 14) Þannig verðum við hæf til að þjóna Jehóva með hreinni samvisku. (Hebr. 9:13, 14) Við njótum þess að geta tjáð okkur af djörfung við Jehóva í bæn. (Hebr. 4:14-16) Þeir sem sýna trú á lausnarfórnina hafa þá stórkostlegu von að fá að lifa að eilífu. — Jóh. 3:16.
3. Hvernig getum við sýnt Jehóva þakklæti okkar fyrir lausnargjaldið?
3 Sýnum þakklæti: Við getum sýnt þakklæti okkar með því að lesa biblíulesefnið fyrir minningarhátíðina og hugleiða það vel. Greinin „Ertu undirbúinn fyrir mikilvægasta dag ársins?“ í Varðturninum apríl-júní 2011 var samin sérstaklega til að hjálpa okkur að gera það. Við getum einnig tjáð Jehóva einlægt þakklæti okkar fyrir lausnargjaldið þegar við tölum við hann í bænum okkar. (1. Þess. 5:17, 18) Við sýnum einnig hversu þakklát við erum með því að vera viðstödd minningarhátíðina og hlýða þannig fyrirmælum Jesú. (1. Kor. 11:24, 25) Enn fremur getum við líkt eftir kærleika Jehóva og boðið eins mörgum og hægt er á minningarhátíðina. — Jes. 55:1-3.
4. Hvað ættum við að vera ákveðin í að gera?
4 Þakklátir þjónar Jehóva líta ekki á minningarhátíðina sem hverja aðra samkomu. Hún er þýðingarmesta samkoma ársins! Núna, þegar minningarhátíðin nálgast, ættum við að vera jafn ákveðin og sálmaritarinn sem skrifaði: „Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.“ — Sálm. 103:2.