Hvernig við getum sýnt þakklæti fyrir mestu gjöf Guðs
1. Fyrir hvað erum við Jehóva sérstaklega þakklát?
1 Af mörgum,góðum gjöfum‘ Jehóva er lausnargjald sonar hans sú mesta. (Jak. 1:17) Vegna lausnargjaldsins getum við notið margra blessana þar á meðal fyrirgefningar synda okkar og fyrir það erum við ávallt þakklát. (Ef. 1:7) Kringum minningarhátíðina gefum við okkur sérstaklega tíma til að hugleiða þessa dýrmætu gjöf.
2. Hvað getum við gert til að vera þakklát fyrir lausnargjaldið?
2 Verum þakklát: Væri ekki gott að nota fjölskyldunámið vikurnar fyrir minningarhátíðina 30. mars til að fara yfir efni um lausnarfórnina? Þannig getum við hjálpað sjálfum okkur og fjölskyldunni að vera þakklát fyrir lausnargjaldið. Einnig gæti verið gott fyrir fjölskylduna að lesa daglega saman í Biblíunni það sem lagt er til fyrir minningarhátíðina. Veltu fyrir þér hvað lausnargjaldið hefur gert fyrir þig. Hefur það haft áhrif á hvernig þú lítur á Jehóva, sjálfan þig, aðra og á framtíðina? Það væri einnig gott að æfa nýju söngvana tvo sem verða sungnir á minningarhátíðinni, númer 5 og 8. — Sálm. 77:13.
3. Hvernig getum við látið í ljós þakklæti okkar?
3 Í hverju kemur þakklæti fram? Ef við erum þakklát fyrir lausnargjaldið segjum við öðrum frá Jehóva og kærleika hans að senda son sinn til jarðar. (Sálm. 145:2-7) Í mars, apríl og maí láta sumar fjölskyldur í ljós þakklæti sitt með því að minnsta kosti einn í fjölskyldunni geti orðið aðstoðarbrautryðjandi. Ef það gengur ekki geturðu þá,notað hverja stund‘ til að taka aukinn þátt í boðunarstarfinu? (Ef. 5:16) Og þakklætið hvetur okkur til að hjálpa öðrum að vera viðstadda minningarhátíðina með okkur. (Opinb. 22:17) Byrjaðu á því að gera lista yfir þá sem þú hefur heimsótt áður, biblíunemendur, ættingja, vinnufélaga og nágranna og taktu síðan fullan þátt í sérstaka átakinu að bjóða á minningarhátíðina.
4. Hvernig getum við notað vel vikurnar fyrir og eftir minningarhátíðina?
4 Á vikunum fyrir og eftir minningarhátíðina gefast ný tækifæri til að sýna Jehóva hvað við metum mikils gjöf hans til mannkynsins. Við ættum því að nota þennan tíma til að láta enn frekar í ljós þakklæti fyrir lausnarfórnina og „hinn órannsakanlega ríkdóm Krists“. — Ef. 3:8.