Undirbúum okkur fyrir minningarhátíðina með glöðu hjarta
1. Hvað er mikilvægt að gera fyrir minningarhátíðina?
1 Á minningarhátíðinni, sem haldin verður 26. mars, fáum við frábært tækifæri til að gleðjast yfir Jehóva og hjálpræði hans. (Jes. 61:10) Jafnvel í aðdraganda minningarhátíðarinnar getur gleði hjálpað okkur að vera vel undirbúin. Hvernig þá?
2. Hvað felst í undirbúningnum fyrir minningarhátíðina og hvaða hvöt liggur að baki?
2 Undirbúningur fyrir minningarhátíðina: Kvöldmáltíð Drottins hefur mikla þýðingu en athöfnin sjálf er einföld í sniðum. Þó þarf að skipuleggja hana vel svo að mikilvæg atriði gleymist ekki. (Orðskv. 21:5) Velja þarf hentugan stað og ákveða tíma. Útvega þarf bæði brauðið og vínið auk þess að þrífa samkomustaðinn og gera hann kláran. Ræðumaðurinn þarf að undirbúa sig vel og salarverðir og aðrir sem hjálpa til verða að fá skýrar leiðbeiningar. Án efa hefur margt af þessu nú þegar verið gert. Gleðin sem er tengd lausnarfórn Jesú fær okkur til að vera vel undirbúin fyrir þessa mikilvægu athöfn. – 1. Pét. 1:8, 9.
3. Hvernig förum við að því að undirbúa hjartað fyrir minningarhátíðina?
3 Undirbúum hjarta okkar: Það er líka nauðsynlegt að við undirbúum hjartað svo að við skiljum til fulls hversu mikilvæg minningarhátíðin er. (Esra 7:10, NW) Þess vegna ættum við að taka frá tíma til að lesa biblíulesefnið eins og við erum hvött til að gera fyrir minningarhátíðina og leiða svo hugann að síðustu dögum Jesú hér á jörð. Þegar við gerum það eigum auðveldara með að fylgja fordæmi Jesú og sýna fórnfýsi. – Gal. 2:20.
4. Hvað kannt þú helst að meta við lausnarfórnina?
4 Með dauða sínum frelsaði Jesús mannkynið undan ánauð syndar og dauða og sýndi fram á rétt Jehóva til að stjórna. (1. Jóh. 2:2) Dauði hans gerir okkur kleift að eignast náið samband við Guð og gefur okkur von um eilíft líf. (Kól. 1:21, 22) Við verðum líka ákveðnari í að halda vígsluheit okkar við Jehóva og reynast tryggir fylgjendur Krists. (Matt. 16:24) Ef við undirbúum okkur vel fyrir minningarhátíðina eykst gleði okkar þegar við sækjum hana.