Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.15 bls. 1
  • Undirbúningur fyrir minningarhátíðina

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Undirbúningur fyrir minningarhátíðina
  • Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Svipað efni
  • Ertu farinn að undirbúa þig fyrir minningarhátíðina?
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2021
  • Undirbúum okkur fyrir minningarhátíðina með glöðu hjarta
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Til minnis vegna minningarhátíðar
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Til minnis vegna minningarhátíðar
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2015
km 3.15 bls. 1

Undirbúningur fyrir minningarhátíðina

Það var 13. nísan árið 33 og Jesús vissi að þetta var síðasta kvöldið hans með nánustu félögum sínum áður en hann yrði tekinn af lífi. Hann ætlaði að halda síðustu páskahátíðina með þeim og innleiða síðan nýja hátíð, kvöldmáltíð Drottins. Það þurfti að undirbúa svona mikilvægan viðburð vel. Þess vegna sendi hann Pétur og Jóhannes til að hafa allt tilbúið. (Lúk. 22:7-13) Upp frá því hafa kristnir menn, sem óska þess að halda minningarhátíðina, gert viðeigandi ráðstafanir á hverju ári. (Lúk. 22:19) Hvað þarf fyrst og fremst að undirbúa fyrir minningarhátíðina 3. apríl næstkomandi?

Undirbúningur öldunga:

  • Gerið ráðstafanir til að nota ríkisalinn eða annan hentugan sal. Það ættu að vera næg sæti, hæfileg lýsing og loftræsting. Sjáið til þess að húsnæðið verði þrifið vel fyrir minningarhátíðina.

  • Veljið ræðumann, fundarstjóra og bræður til að færa þakkir fyrir brauðið og vínið.

  • Ef fleiri en einn hópur notar sama sal skipuleggið þá samkomutímana og gerið einnig viðeigandi ráðstafanir til að allir komist greiðlega til og frá húsinu og bílastæðinu.

  • Veljið og undirbúið salarverði og bræður til að bera fram brauðið og vínið.

  • Sjáið til þess að viðeigandi brauð og vín sé til staðar ásamt diskum, vínglösum, hentugu borði og borðdúk.

Undirbúningur boðbera:

  • Búðu þig undir að taka þátt í átakinu að bjóða gestum á minningarhátíðina.

  • Skrifaðu lista yfir biblíunemendur, ættingja, skólafélaga, vinnufélaga og aðra kunningja og bjóddu þeim síðan að koma.

  • Lestu og hugleiddu biblíulesefnið fyrir minningarhátíðina.

  • Komdu á minningarhátíðina tilbúinn til að taka vel á móti gestunum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila