Undirbúningur fyrir minningarhátíðina
Það var 13. nísan árið 33 og Jesús vissi að þetta var síðasta kvöldið hans með nánustu félögum sínum áður en hann yrði tekinn af lífi. Hann ætlaði að halda síðustu páskahátíðina með þeim og innleiða síðan nýja hátíð, kvöldmáltíð Drottins. Það þurfti að undirbúa svona mikilvægan viðburð vel. Þess vegna sendi hann Pétur og Jóhannes til að hafa allt tilbúið. (Lúk. 22:7-13) Upp frá því hafa kristnir menn, sem óska þess að halda minningarhátíðina, gert viðeigandi ráðstafanir á hverju ári. (Lúk. 22:19) Hvað þarf fyrst og fremst að undirbúa fyrir minningarhátíðina 3. apríl næstkomandi?
Undirbúningur boðbera:
Búðu þig undir að taka þátt í átakinu að bjóða gestum á minningarhátíðina.
Skrifaðu lista yfir biblíunemendur, ættingja, skólafélaga, vinnufélaga og aðra kunningja og bjóddu þeim síðan að koma.
Lestu og hugleiddu biblíulesefnið fyrir minningarhátíðina.
Komdu á minningarhátíðina tilbúinn til að taka vel á móti gestunum.