Unglingar – stýrið fimlega skrefum ykkar
1 Faðir okkar, Jehóva, hefur persónulegan áhuga á andlegum framförum ungmenna. Sýni unglingar þá visku að hlusta á kærleiksrík fyrirmæli hans gleðja þeir ekki aðeins hjarta hans heldur finna einnig hvíld sálum sínum. (Orðskv. 27:11; Matt. 11:28-30) Þeir þiggja hjá Jehóva góða leiðsögn um hvernig þeir skuli ganga. — Orðskv. 16:9.
2 Kristur Jesús gaf í æsku sinni fordæmi um það hvernig öðlast megi velþóknun bæði Guðs og manna. (Lúk. 2:52) Unglingar nú á tímum ættu að leitast við að gera það sama. Unglingur ætti að sýna greinilega að hann stýri skrefum sínum fimlega með því hvernig hann sækist eftir því sem andlegt er. Tólf ára gamall var Jesús þekktur fyrir löngun sína til tala við aðra um Jehóva. (Lúk. 2:46, 47) Ungmenni nú á dögum hafa sýnt svipaða löngun til að útskýra trú sína fyrir öðrum. — wE90 1.7. bls. 29-30; wE87 1.12. bls. 21.
3 Hvað getið þið unga fólkið gert núna strax og einkum á komandi sumarmánuðum til að ‚tigna Jehóva með eigum ykkar‘? (Orðskv. 3:9) Hví ekki að nota til jafnaðar meiri tíma við að prédika og kenna fagnaðarerindið, ef til vill jafnvel sem aðstoðarbrautryðjendur? Hin aukna gleði og annar hagur, sem eðlilega leiðir af aukinni þátttöku í boðunarstarfinu, kann að koma ykkur á óvart. Það mun einnig gefa ykkur tækifæri til að fara í boðunarstarfið með fleiri boðberum. Þið getið ef til vill byrjað strax með því að bjóða einum eða tveimur reyndum boðberum að starfa með ykkur næstu helgi.
4 Foreldrar geta veitt börnum sínum gríðarlega hvatningu og aðstoð með því að hafa með þeim æfingatíma auk þess að fara með þeim út í boðunarstarfið. Aðrir þroskaðir einstaklingar í söfnuðinum geta tekið frumkvæðið með því að bjóða ungmennunum að koma með í starfið hús úr húsi og í endurheimsóknir og biblíunám. Náinn félagsskapur við slíka andlega sterka boðbera mun verða unglingunum til uppörvunar og hjálpa þeim að „sækja fram til fullkomleikans.“ — Hebr. 6:1.
5 Sérhver kristinn maður þarf að bæta kennsluhæfileika sína. Unglingar eru engin undantekning. Undirbúið þið ungmenni ykkur rækilega undir þær ræður sem þið fáið þau sérréttindi að flytja í Guðveldisskólanum? Er lestur og einkanám reglulegur liður á tímaáætlun ykkar, svo og það að hugleiða efnið? Eruð þið fús til að heimfæra á ykkur efnið sem þið ígrundið? Búið þið ykkur vel undir samkomurnar til þess að þið skiljið efnið til fulls og séuð reiðubúin til að gefa athugasemdir? Skrifið þið hjá ykkur gagnleg atriði sem fram koma á samkomunum og reynið þið að nota tillögurnar í Ríkisþjónustu okkar?
6 Sleppið ekki tækifærum til að taka þátt í hreinsun ríkissalarins og aðstoða aldraða eða lasburða bræður og systur með snúninga eða á annan hagnýtan hátt. Vanrækið ekki að leggja fram ykkar eigið reglulega framlag til að hjálpa til að mæta útgjöldum vegna ríkissalarins eða alþjóðastarfs Félagsins.
7 Ef við höldum áfram að ‚gefa gaum að orði Jehóva‘ og leyfum honum að stýra skrefum okkar mun hann leiða okkur til hamingju og aukinna þjónustusérréttinda. — Sálm. 119:9.