Haltu áfram að leita fyrst Guðsríkis
1 Í hlýðni við orð Jesú í Matteusi 6:33 hafa sannkristnir menn alltaf gætt þess að Guðsríki sé í fyrsta sæti í lífi þeirra. Þar af leiðandi er „Haltu áfram að leita fyrst Guðsríkis“ mjög viðeigandi dagskrárstef svæðismótsins sem haldið verður 16. og 17. apríl í Kópavogi.
2 Allt frá byrjun mun dagskráin draga skýrt fram að Guðsríki sé veruleiki og leggja áherslu á að það sé starfandi stjórn með yfirráðasvæði, reglum, þegnum og lögum. Staðreyndin er sú að mörg af þeim lögum, sem stjórnir manna nota og koma samfélaginu nú á tímum í góðar þarfir, eru byggð á lögum í Biblíunni.
3 Fjallað verður um þá vernd og blessun sem við fáum með því að láta Guðsríki koma fremst í öllum greinum lífs okkar. Gefnar verða gagnlegar leiðbeiningar til að sýna hvernig við getum forðast óþarfar áhyggjur. Ræður, sýnikennslur og umræður munu sýna hvers vegna það er svo mikilvægt að halda auga sínu heilu.
4 Á laugardeginum verður þeim sem hæfir eru til að láta skírast gert kleift að lýsa því yfir opinberlega að þeir hafi vígt sig Jehóva. Og á sunnudeginum viljum við öll vera viðstödd opinbera fyrirlesturinn sem ber heitið „Það sem Guðsríki mun gera fyrir mannkynið.“
5 Ef þú ert ekki nú þegar búinn að gera þær ráðstafanir sem þarf til að geta verið viðstaddur báða daga þessa svæðismóts skaltu ekki draga það lengur. Dagskrá mótsins, ásamt ánægjulegu samneyti við bræður okkar, verður okkur upplyfting og hressandi hvatning sem enginn okkar vill missa af.