Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.94 bls. 2
  • Hreinlæti heiðrar Guð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hreinlæti heiðrar Guð
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Guð elskar þá sem eru hreinir
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Vertu hreinn í huga og á líkama
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Guð elskar hreint fólk
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2019
  • Snyrtilegt útlit
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 4.94 bls. 2

Hreinlæti heiðrar Guð

1 Móselögmálið innihélt ströng ákvæði til að tryggja hreinlæti. Þau aðgreindu Ísrael sem þjóð er gerð var sú krafa til að hún héldi sér líkamlega og andlega hreinni. (3. Mós. 11:35, 36; 15:1-11; Jes. 52:11) Þessi hreinleiki var Guði til heiðurs og stuðlaði að heilbrigði þjóðarinnar.

2 Nú á dögum er hreinlæti líka eitt af því sem auðkennir fólk Jehóva. En þó að það auðkenni fólk Jehóva sem hóp má spyrja hvort það eigi við sérhvert okkar sem einstakling. Það hve umhugað við látum okkur um snyrtimennsku og persónulegt hreinlæti endurspeglar hve mikils við metum ákvæði Jehóva.

3 Hvernig lítur heimilið okkar út? Spillir það fyrir boðskapnum um Guðsríki sem við flytjum fólki? Er mögulegt að einhverjir dragi í efa einlægni okkar ef við tölum um að breyta jörðinni í paradís en látum jafnframt heimili okkar vera subbulegt og garðinn á kafi í illgresi eða úr sér sprottnu grasi? Ef heimili okkar líta út fyrir að vera í óreiðu eða þar er ógeðfelld lykt vegna sóðalegra umgengnishátta, er þá hægt að segja að við höfum tamið okkur „hreinlætisvenjur sem munu eiga vel heima í nýja heiminum undir stjórn Guðsríkis“? — om bls. 130-1.

4 Hvað um bílinn sem við notum í boðunarstarfinu? Er hann eins hreinn og hægt er að ætlast til, bæði að innan og utan, þannig að útlit hans spilli ekki fyrir boðunarstarfi okkar? Hvað um klæðnað okkar, bókatösku og snyrtingu? Er það allt snyrtilegt og frambærilegt svo að það misbjóði engum? Það er réttmæt krafa að við höldum sjálfum okkur og klæðnaði okkar hreinum með reglulegum böðum og þvotti. — w89 1.11. bls. 25-28.

5 Hvað nú ef bróðir er orðinn hirðulaus þannig að persónulegt hreinlæti hans eða umhverfi er orðið söfnuðinum til ámælis? Ef til vill þarf hann ekki nema svolitla kærleiksríka aðstoð vegna aldurs eða heilsubrests. Ef svo er væri það góðmennska að hjálpa honum. Þetta gæti verið vandamál hjá einhverjum án þess jafnvel að hann gerði sér grein fyrir því. Vingjarnleg ábending gæti fengið hann til að kippa málunum í lag. Einstaklingar, sem sí og æ settu slæmt fordæmi hvað þetta snertir, væru ekki hæfir til einstakra sérréttinda í söfnuðinum. Að sjálfsögðu ættu öldungar að gæta þess að þröngva ekki sínum eigin persónulegu stöðlum eða vali upp á aðra.

6 Þeim sem nýlega hafa fengið áhuga er boðið að njóta andlegra krása í ríkissal okkar. Yfirleitt erum við áköf að bjóða fólki að koma til salarins af því að hann er svo aðlaðandi og snyrtilegur. Það krefst hins vegar vinnu að halda honum í því horfi. Líttu í kringum þig í salnum þínum. Eru stólarnir, gólfin og veggirnir hreinir? Eru snyrtiherbergin hreinsuð reglulega? Þegar við förum að venjast því að horfa á óhrein teppi eða veggi með flagnandi málningu getum við fljótlega farið að líta á það sem boðlegt. Hins vegar getur það haft neikvæð áhrif á gesti sem koma í fyrsta skipti. Við ættum að gera okkar besta til að halda salnum viðkunnanlegum og aðlaðandi, leggja okkar af mörkum þegar tíminn kemur til að hreinsa eða hressa upp á salinn.

7 Orðalaust getum við verið Guði til dýrðar með persónulegu útliti okkar og snyrtilegum heimilum, bílum og ríkissölum. Gott fordæmi okkar mun ekki gefa nokkurt tilefni til hneykslunar heldur bera þess vitni að tilbeiðsla okkar er hrein og heiðvirð. — 1. Kor. 10:31, 32; Jak. 1:27.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila