LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Guð elskar hreint fólk
,Þvoið ykkur um hendurnar. Takið til í herberginu ykkar. Sópið gólfið. Farið út með ruslið.‘ Margir foreldrar kenna börnunum sínum hreinlæti. En meginreglan um hreinlæti kemur frá Jehóva Guði okkar sem er heilagur. (2Mó 30:18–20; 5Mó 23:14; 2Kor 7:1) Við heiðrum hann þegar við höldum líkama okkar og eigum hreinum. (1Pé 1:14–16) Hvað um heimili okkar og umhverfi? Ólíkt fólki sem fleygir rusli hvar sem er á götum úti og í almenningsgörðum, gera sannkristnir menn sitt besta til að halda heimili sínu, jörðinni, hreinni. (Sl 115:16; Op 11:18) Það gæti gefið til kynna afstöðu okkar til hreinlætis ef við fleygjum sælgætisbréfum, gosdósum eða tyggigúmmíi hvar sem er. Við viljum sýna á öllum sviðum lífsins að við séum þjónar Guðs. – 2Kor 6:3, 4.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ GUÐ EILSKAR HREINT FÓLK OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig afsaka sumir sig fyrir að hafa ekki hreint og snyrtilegt í kringum sig?
Hvernig sýndu Móselögin viðhorf Jehóva til hreinlætis?
Hvernig getum við lofað Jehóva orðalaust?
Hvernig get ég endurspeglað viðhorf Jehóva til hreinlætis í lífi mínu?