Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.95 bls. 3
  • Verum uppbyggjandi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Verum uppbyggjandi
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Andlegar samræður eru uppbyggilegar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Vertu jákvæður og uppbyggjandi
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Uppbyggjum hvert annað í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Hvernig getum við auðsýnt dyggð í trú okkar?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 7.95 bls. 3

Verum uppbyggjandi

1 Þar sem við lifum á ‚örðugum tíðum‘ þurfum við öll á uppörvun að halda. (2. Tím. 3:1) Páli var fyllilega ljós þörfin á þessu jafnvel á hans dögum og þegar hann komst í samband við bræður sína var honum þess vegna mikið í mun að nota það sem tækifæri til að „uppörvast saman.“ Hann hvatti bræður sína til að ‚keppa . . . eftir því, sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar.‘ (Rómv. 1:11, 12; 14:19) Með þessum hætti tókst honum að ‚styrkja lærisveinana og hvetja þá til að vera staðfastir í trúnni.‘ (Post. 14:22) Við þurfum sárlega á slíkri uppörvun að halda nú á dögum.

2 Með orðum okkar getum við verið öðrum til uppbyggingar. Þegar það sem við segjum er viðeigandi geta orð okkar verið eins og „gullepli í skrautlegum silfurskálum.“ (Orðkv. 25:11) Með þátttöku í samkomunum ‚uppörvum við hver annan.‘ (Hebr. 10:25) Við getum notað tunguna á jákvæðan hátt þegar við segjum starfsfrásagnir, hrósum öðrum eða ræðum um andleg málefni. Slík heilnæm notkun tungunnar er nokkuð sem er „gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra.“ — Ef. 4:29.

3 Tölum um það sem er uppbyggjandi: Í Filippíbréfinu 4:8 gaf Páll gagnlegar leiðbeiningar um tal okkar. Hann sagði að við skyldum hugfesta hvað sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, elskuvert, gott afspurnar, hvað sem er dyggð og lofsvert. Við getum alltaf verið viss um að það sem við segjum sé satt og öðrum til gagns ef það er byggt á orði Guðs. (Jóh. 17:17) Vígsla okkar sem kristinna manna, það sem við lærum á safnaðarsamkomum, hvernig við fullnum þjónustu okkar og önnur þess konar málefni er það sem okkur ber að hugfesta. Jákvæðar samræður um staðlana og frumreglurnar í orði Guðs stuðla örugglega að því að veita okkur „speki til sáluhjálpar.“ (2. Tím. 3:15) Við getum látið í ljós hversu mikils við metum þá hreinu og heiðvirðu hegðun sem þeir ástunda er tilheyra hreinu skipulagi Jehóva. Við getum dásamað elskuverða gæsku bræðra okkar. (Jóh. 13:34, 35) Það sem er gott afspurnar er meðal annars heilnæmir kristnir eiginleikar eins og trú, gleði, friður og langlyndi sem við verðum vör við hjá bræðrum okkar. Samræður um slík mál eru ‚góðar og öðrum til uppbyggingar.‘ — Rómv. 15:2.

4 Á hverjum degi þurfum við að kljást við niðurbrjótandi áhyggjuefni þessa heims. Það er sannarlega hressandi að ýta slíku til hliðar og eiga uppbyggjandi félagsskap við bræður okkar. Hinn dýrmæti tími, sem við getum notað saman, er fjársjóður sem ber að meta mikils. Ef við erum alltaf uppörvandi og uppbyggjandi munu aðrir með sanni segja um okkur: „Þeir hafa glatt mig.“ — 1. Kor. 16:18.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila