Uppbyggjum hvert annað í boðunarstarfinu
1 Við kunnum öll að meta uppörvandi „orð í tíma töluð“. (Orðskv. 25:11) Hvernig getum við verið viss um að við séum uppörvandi þegar við förum í boðunarstarfið með öðrum?
2 Uppbyggilegt umræðuefni: Þegar við erum í starfinu er mjög uppbyggjandi að láta umræðurnar snúast um málefni sem varða trú okkar. (Sálm. 37:30) Við gætum rætt um kynningu okkar á ritunum eða sagt uppörvandi starfsfrásögu. (Post. 15:3) Munum við eftir einhverju sérstöku sem við tókum eftir í biblíunámi okkar, nýjustu blöðunum eða á safnaðarsamkomu? Við gætum rætt um atriði úr opinberum fyrirlestri sem við höfum nýverið hlustað á í ríkissalnum.
3 Þegar við fáum mótbárur í starfinu, sem okkur finnst erfitt að svara, gæti það dregið úr okkur. Þá gæti verið gott að taka sér smá tíma eftir á til að ræða saman um það hvernig væri hægt að bregðast við slíkum aðstæðum í framtíðinni. Við gætum til dæmis flett upp í Rökræðubókinni. Og ef okkur líkar vel við kynninguna hjá þeim sem starfar með okkur getur verið mjög uppörvandi fyrir hann að fá einlægt hrós.
4 Eigum frumkvæðið: Er einhver í bóknámshópnum sem við höfum ekki starfað með upp á síðkastið? Með því að bjóða honum samstarf gætum við „uppörvast saman“. (Rómv. 1:12) Brautryðjendur og aðstoðarbrautryðjendur kunna vel að meta að fá samstarf, sérstaklega snemma dags eða fyrri part kvölds þegar færri boðberar fara út í boðunarstarfið. Við getum aðstoðað brautryðjendur með því að vera tilbúin að fara með þeim út í starfið. Á einhver boðberi erfitt með að komast í boðunarstarfið vegna heilsunnar? Við gætum boðið honum að koma með okkur í starfið, kannski til biblíunemanda. — Orðskv. 27:17.
5 Það er alltaf uppörvandi þegar aðrir hrósa okkur og sýna að þeir kunna að meta það sem við gerum, jafnt í stóru sem smáu. Höfum það í huga þegar við störfum með öðrum því að við viljum ‚uppbyggja hvert annað‘. — 1. Þess. 5:11.