Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.10 bls. 4
  • Styðjum hvert annað í boðunarstarfinu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Styðjum hvert annað í boðunarstarfinu
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Vertu ekki óvirkur samstarfsfélagi
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – verum góðir samstarfsfélagar
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Uppbyggjum hvert annað í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Varðveittu eldmóðinn fyrir boðunarstarfinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 3.10 bls. 4

Styðjum hvert annað í boðunarstarfinu

1. Hvaða kostir fylgja því að hafa félaga í boðunarstarfinu?

1 Eitt sinn sendi Jesús 70 lærisveina til að prédika. Hann paraði þá saman „tvo og tvo“. (Lúk. 10:1) Þetta gerði lærisveinum Jesú án efa kleift að styðja og hvetja hver annan þegar þeir boðuðu trúna. Þegar við erum í boðunarstarfinu með öðrum boðbera, hvernig getum við stutt hann sem best?

2. Þegar félagi þinn fer með kynningu, hvernig ættirðu að hlusta og af hverju?

2 Með því að hlusta: Hlustaðu af athygli á starfsfélaga þinn þegar hann fer með kynningu sína. (Jak. 1:19) Ef ritningarstaður er lesinn skaltu fylgjast með í þinni biblíu. Horfðu á þann sem talar, hvort sem það er félagi þinn eða húsráðandi. Ef þú fylgist vel með samtalinu getur það hvatt húsráðandann til að gera hið sama.

3. Hvenær gæti félagi okkar viljað að við leggjum orð í belg?

3 Með því að vita hvenær á að tala: Þegar við erum með boðbera, sem er að fara með kynningu, sýnum við honum virðingu með því að leyfa honum að hafa forystuna. (Rómv. 12:10) Við ættum að forðast að trufla. Ef félagi okkar missir þráðinn eða húsráðandi kemur með spurningu eða mótmæli og félagi okkar biður um aðstoð, þá reynum við að styðja við það sem hann sagði fremur en að hefja nýja umræðu. (Orðskv. 16:23; Préd. 3:1, 7) Ef við segjum eitthvað ætti það að styðja við vitnisburð félaga okkar. — 1. Kor. 14:8.

4. Hvað hjálpar okkur að upplifa gleði og ná árangri í boðunarstarfinu?

4 Þegar lærisveinarnir 70, tveir og tveir saman, voru búnir að prédika komu þeir „aftur með fögnuði“. (Lúk. 10:17) Við munum líka upplifa gleði og ná góðum árangri í boðunarstarfinu þegar við hlustum og vitum hvenær við eigum að segja eitthvað til að aðstoða starfsfélaga okkar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila