Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.14 bls. 2
  • Vertu ekki óvirkur samstarfsfélagi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vertu ekki óvirkur samstarfsfélagi
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Styðjum hvert annað í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Uppbyggjum hvert annað í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Varðveittu eldmóðinn fyrir boðunarstarfinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – verum góðir samstarfsfélagar
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 1.14 bls. 2

Vertu ekki óvirkur samstarfsfélagi

1. Hvernig getum við líkt eftir viðhorfi Páls postula þegar við erum með öðrum í boðunarstarfinu?

1 Páll postuli leit á samverustundir með trúsystkinum sem tækifæri til að „uppörvast saman“. (Rómv. 1:12) Þegar þú ert með öðrum boðbera að boða fagnaðarerindið notarðu þá tækifærið til að hvetja hann og aðstoða? Í stað þess að vera óvirkur samstarfsfélagi hvernig væri þá að segja frá því sem hefur hjálpað þér að verða skilvirkur boðberi?

2. Hvað getum við gert til að efla sjálfstraust samstarfsfélaga okkar og hvers vegna er það mikilvægt?

2 Eflum sjálfstraust annarra: Sumir boðberar eru óöruggir sem birtist oft í andlitssvip þeirra eða raddbeitingu. Við getum hjálpað þeim að byggja upp sjálfstraustið með því að hrósa þeim einlæglega. Á hvaða aðra vegu gætum við eflt sjálfstraust þeirra? Farandhirðir nokkur er óhræddur við að segja samstarfsfélaga sínum frá því sem veldur honum kvíða og að hann biðji Jehóva oft um styrk til að sigrast á þessum tilfinningum. Annar bróðir segir frá því sem hjálpaði honum að sýna öryggi: „Lykillinn er að byrja á því að brosa. Stundum verð ég að biðja Jehóva um hjálp til að geta sýnt þessi einföldu svipbrigði.“ Hefur eitthvað hjálpað þér að öðlast meira öryggi í boðunarstarfinu? Segðu samstarfsfélaga þínum frá því.

3. Frá hverju getum við sagt samstarfsfélaga okkar sem gæti hjálpað honum að verða skilvirkari í boðunarstarfinu?

3 Miðlum af reynslu okkar: Hefur þér reynst vel að nota ákveðin inngangsorð eða einhverja spurningu, til dæmis í tengslum við atvik sem fólk á svæðinu kannast við? Hefur þú bætt einhverju við kynningartillögu sem hefur reynst vel? Segðu félaga þínum frá því. (Orðskv. 27:17) Á leiðinni í endurheimsókn gætir þú sagt hverju þú viljir koma til skila í heimsókninni og hvernig þú ætlir að fara að því. Eftir biblíunámskeið gætir þú útskýrt hvers vegna þú valdir ákveðið atriði, biblíuvers eða kennsluaðferð til að höfða sem best til nemandans.

4. Hvers vegna ættum við að hafa áhuga á að hjálpa boðberum sem við störfum með?

4 Boðberar fagnaðarerindisins á fyrstu öld höfðu ekki aðeins áhuga á að hjálpa vantrúuðum heldur fannst þeim líka mikilvægt að hvetja og styrkja hvern annan. (Post. 11:23; 15:32) Páll postuli þjálfaði hinn unga Tímóteus og hvatti hann svo til að miðla öðrum af því sem hann hafði lært. (2. Tím. 2:2) Þegar við munum eftir að gera samstarfsfélögum okkar gott í boðunarstarfinu gerum við þá glaðari og skilvirkari og gleðjum líka himneskan föður okkar. – Hebr. 13:15, 16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila