Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 10. mars
Söngur 131
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Sýnið hvernig bjóða má blöðin ásamt boðsmiðanum á minningarhátíðina.
20 mín.: Hvers vegna eigum við að safnast saman? Ræða og umræður við áheyrendur byggðar á Varðturninum (enskri útgáfu) 15. maí 2007 bls. 11-13. Biðjið áheyrendur um að segja frá hvaða gagn þeir hafi af safnaðarsamkomum og hvaða hindranir þeir hafa þurft að yfirstíga til að geta sótt þær að staðaldri.
15 mín.: „Við höfum öll eitthvað til að gefa Jehóva.“* Biðjið áheyrendur um að gefa athugasemdir um ritningarstaðina sem vísað er til eftir því sem tíminn leyfir.
Söngur 8
Vikan sem hefst 17. mars
Söngur 144
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið alla á að koma með Varðturninn apríl-júní og Vaknið! apríl-júní á þjónustusamkomuna í næstu viku og vera undirbúna til að ræða um tillögur að kynningarorðum. Valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustunni.
15 mín.: Spurningakassinn. Í umsjón öldungs. Lesið og ræðið um alla greinina.
20 mín.: „Hvernig getum við aðstoðað minningarhátíðargesti?“* Þegar farið er yfir grein 5 ætti að sviðsetja stuttlega hvernig hefja mætti biblíunámskeið hjá einhverjum sem sótti minningarhátíðina.
Söngur 214
Vikan sem hefst 24. mars
Söngur 111
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Lesið bókhaldsskýrsluna og staðfestingu á framlögum sem hafa verið send.
15 mín.: Verum undirbúin þegar við bjóðum nýjustu blöðin. Umræður við áheyrendur. Eftir að hafa farið stuttlega yfir efni Varðturnsins apríl-júní og Vaknið! apríl-júní ætti að spyrja áheyrendur hvaða greinar þeir telji höfða til fólks á svæðinu og hvers vegna. Biðjið áheyrendur um að koma með tillögur að kynningu á þeim greinum sem þeir ætla að nota. Hvaða spurninga mætti spyrja til að hefja samtalið? Hvaða ritningarstað úr greininni væri hægt lesa? Sviðsetjið tillögur sem henta á svæðinu. Kynnið bæði blöðin.
20 mín.: Við flytjum gleðitíðindi. Ræða í umsjón öldungs byggð á Varðturninum 1. ágúst 2005 bls. 10-11, gr. 10-14. Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu. Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig fagnaðarerindið veitti þeim huggun og von þegar þeir heyrðu það í fyrsta sinn.
Söngur 29
Vikan sem hefst 31. mars
Söngur 37
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila skýrslu um starfið í mars.
20 mín.: Hvers vegna að fresta því að skírast? Ræða öldungs byggð á Varðturninum 1. september bls. 20-21, gr. 14-17. Hafið stutt viðtal við einn eða tvo boðbera sem létu skírast á unglingsaldri. Hvað fékk þá til að stíga þetta skref á unga aldri? Hvernig hjálpaði skírnin þeim að taka framförum í trúnni og hvernig hefur það verið þeim vernd?
15 mín.: „Uppbyggjum hvert annað í boðunarstarfinu.“*
Söngur 122
Vikan sem hefst 7. apríl
Söngur 186
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar.
20 mín.: Nýtum okkur vel árbókina 2008. Ræða og umræður við áheyrendur. Ræðið það helsta í „Bréfi frá hinu stjórnandi ráði“ sem má finna í Ríkisþjónustunni í mars en þetta er þýðing á bréfinu í árbókinni. Biðjið tvo eða þrjá boðbera fyrir fram um að endursegja frásögur úr árbókinni sem þeim þóttu sérstaklega hvetjandi og trústyrkjandi. Undirbúið einn eða tvo boðbera til að segja frá hvernig þeir ætla að lesa árbókina á árinu. Ljúkið með því að hvetja alla til að lesa bókina frá upphafi til enda.
15 mín.: Hefurðu prófað að bjóða biblíunámskeið beint? Ræða og umræður við áheyrendur byggðar á viðaukanum í Ríkisþjónustunni í janúar 2002 bls. 6. Ræðið um kynningartillögurnar og hvernig aðlaga mætti þær til að bjóða biblíunámskeið með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían? Sviðsetjið síðan eitt eða tvö sýnidæmi. Hvetjið áheyrendur til að bjóða biblíunámskeið beint með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían? að minnsta kosti einu sinni í næstu viku.
Söngur 225
* Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.