Foreldrar sem fagna!
1 Ef þú ert barn eða unglingur og býrð á kristnu heimili er til sérstök leið fyrir þig til að gleðja foreldra þína. Ef þú gengur á vegi réttlætisins munu ‚faðir þinn og móðir fagna.‘ (Orðskv. 23:22-25) Eðlilega óska foreldrar þínir þér alls hins besta. Ekkert gæti glatt þá meira en að sjá þig ganga ákveðinn í sannleikanum og vígja líf þitt Jehóva.
2 Þú getur þakkað fyrir að eiga foreldra sem eru í sannleikanum. Frá því þú fæddist hafa þeir fætt þig og klætt, veitt þér húsaskjól og líka hjúkrað þér þegar þú hefur verið veikur. En mikilvægara er þó að þeir hafa lagt sig fram við að fræða þig um Jehóva og réttláta vegu hans; þetta er þjálfun sem getur tryggt þér eilíft líf. (Ef. 6:1-4) Hvernig getur þú sýnt að þú kunnir að meta allt þetta að verðleikum?
3 Gakktu ákveðinn í sannleikanum: Foreldrar þínir hafa reynt að kenna þér að taka sannleikann alvarlega, taka andlegum framförum og halda þér fast við skipulag Jehóva. Þú getur sýnt þakklæti þitt með því að sýna fjölskyldunáminu áhuga án þess að það þurfi að þvinga þig til þess. Sýndu að þig langi til að sækja samkomurnar með því að vera af eigin hvötum tilbúinn tímanlega til þess að fjölskyldan geti komist á samkomuna í tæka tíð. Sittu hjá foreldrum þínum meðan á samkomunni stendur og taktu vandlega eftir því sem fram fer og fylgstu með í námsritinu sem verið er að fara yfir. Sækstu eftir að taka þátt í samkomunum og koma með athugasemdir og svör þegar tækifæri gefst. Sýndu að þú sért kappsamur nemandi í Guðveldisskólanum með því að þiggja þau verkefni sem þér eru gefin þar og sinna þeim af kostgæfni. Bjóddu fram aðstoð þína við störf sem vinna þarf í og í kringum ríkissalinn þar sem hjálp þín kæmi að góðum notum. Þátttaka þín í slíkum verkefnum getur orðið til þess að hugur þinn og hjarta haldi áfram að dvelja við það sem er þér til gagns andlega.
4 Settu þér framsækin markmið: Sækstu eftir að taka á virkan hátt þátt í boðunarstarfinu og sýndu að þig langi til að verða hæfur boðberi. Haltu í við vikulega biblíulesturinn eða, og það er jafnvel enn þá betra, lestu sjálfur alla Biblíuna. Gerðu upp hug þinn um það að þú ætlir að mæta kröfunum sem gerðar eru til þeirra sem vígja sig og láta skírast. Foreldrar þínir geta hjálpað þér að velja vandlega námsgreinar í skólanum í því augnamiði að öðlast þekkingu og leikni sem gerir þig hæfan til fullrar þátttöku í þjónustu Jehóva. Einbeittu þér að því að ávinna þér þann orðstír sem fær aðra til að mæla með þér til sérstakra þjónustusérréttinda eins og brautryðjandastarfs eða Betelstarfs. (Post. 16:1, 2) Þegar þú nærð markmiðum sem þú hefur sett þér getur það hjálpað þér að ‚meta þá hluti rétt sem máli skipta svo að þú sért auðugur af réttlætis ávexti.‘ — Fil. 1:10, 11.
5 Æskan er tími til að læra, afla sér reynslu og öðlast leikni í samskiptum við aðra. Það er það æviskeið þegar þú getur notið lífsins án alls þess álags og ábyrgðar sem fylgir fullorðinsárunum. Salómon sagði: „Gleð þig, ungi maður, í æsku þinni, og lát liggja vel á þér unglingsár þín.“ (Préd. 11:9) Ef þú einsetur þér í hjarta þínu að þjóna Jehóva í æsku uppskerð þú blessun sem vara mun að eilífu.“ — 1. Kron. 28:9.
6 Ef þú ‚stundar réttlæti‘ í stað þess að gæla við „æskunnar girndir“ losar þú foreldra þína við þungar áhyggjur og mikið hugarangur. (2. Tím. 2:22) Þú gefur þínu eigin hjarta ástæðu til að fagna. (Orðskv. 12:25) En framar öllu öðru munt þú færa skapara þínum, Jehóva Guði, gleði. — Orðskv. 27:11.