Hvað hyggstu gera í sumar?
Þegar við hugsum til sumarsins sjáum við fyrir okkur hlýtt veður, ráðstafanir til að komast á landsmótið og áætlanir um hressandi sumarfrí eða ánægjulega heimsókn til ættingja og vina. Þegar þú gerir áætlanir þínar fyrir sumarið þá eru hér nokkur minnisatriði sem gætu hjálpað þér að hafa hagsmuni Guðsríkis í fyrirrúmi.
◼ Gerðu afdráttarlausar ráðstafanir til að sækja landsmótið í ágúst. Ef þú býrð fjarri mótsstaðnum skaltu tryggja þér far og dvalarstað tímanlega til að forðast vandræði.
◼ Ef þú ferð að heiman í frí skaltu gera ráðstafanir til að sækja samkomur og taka þátt í boðunarstarfinu ef söfnuður er þar sem þú dvelur. Gættu þess að skila inn starfsskýrslu; póstsendu hana til ritarans í söfnuði þínum ef þörf krefur.
◼ Heimsókn til ættingja, sem ekki eru í trúnni, gæti gefið þér tækifæri til að bera óformlega vitni með góðum árangri. Gættu þess að taka með þér biblíuna þína og rit.
◼ Hefur þú hugleitt að fara einhverja daga í „sveitastarfið“ í sumar? Kannski getur nágrannasöfnuður líka þegið aðstoð við að komast yfir starfssvæði sitt. Starfshirðirinn í söfnuði þínum og farandhirðirinn geta gefið þér þær upplýsingar sem þú þarft á að halda.
◼ Skólafríin gefa ungu fólki gott tækifæri til að auka boðunarstarfið. Unglingar, getið þið gerst aðstoðarbrautryðjendur einn eða fleiri mánuði í sumar?
◼ Starf á björtum sumarkvöldum, þegar margir eru heima, ber oft góðan árangur.
◼ Öldungar ættu að vera vakandi fyrir því að halda góðu skipulagi á safnaðarstarfinu yfir sumarmánuðina og gera ráðstafanir til að einhver annist skyldustörf þeirra sem verða fjarverandi í sumarfríi.
Mundu að „fyrirætlanir iðjumannsins reynast fésamar vel.“ (Orðskv. 21:5) Reyndu að nýta sem best þau tækifæri til guðræðislegra starfa sem sumarið býður upp á.