Hvað ætlar þú að gera í sumar?
1 Er það ekki rétt að við erum líklegri til að ná verðugum markmiðum þegar við skipuleggjum hvernig best sé að verja þeim tíma sem við höfum til ráðstöfunar? Sumarið býður upp á mörg tækifæri til að láta guðræðislega hagsmuni fá framgang. (Orðskv. 21:5) Hver gætu þau verið?
2 Landsmótið „Lífsvegur Guðs“ ætti að vera atburður sem við öll gerum ráð fyrir á sumaráætlun okkar. Taktu þér frí frá vinnu svo að þú getir verið viðstaddur alla mótsdagana. Ef þú kemur langt að skaltu panta gistingu og gera ferðaáætlun með góðum fyrirvara.
3 Hvernig væri að auka boðunarstarfið yfir sumarmánuðina? Lengri dagar og hlýrri veðrátta gætu gert þér kleift að nota meiri tíma í boðunarstarfinu. Skólafríið veitir unga fólkinu tækifæri til að vera aðstoðarbrautryðjendur í einn mánuð eða fleiri yfir sumarið. Aðrir gætu líka gert áætlanir um að vera aðstoðarbrautryðjendur, til dæmis í ágúst sem er með fimm heilar helgar. Við lok þjónustuársins í ágúst gerum við samstillt átak til að allir geti átt sem fyllstan þátt í þjónustunni.
4 Ef þig langar til og ert til þess hæfur, gætirðu sótt um óúthlutað svæði hjá Félaginu sem sjaldan er starfað á. Þú getur sótt um það hjá öldungum þíns safnaðar. Ef þú verður í fríi fjarri heimili þínu, skaltu gera ráðstafanir til að sækja samkomur og taka þátt í boðunarstarfinu með söfnuðinum þar. Ef þú heimsækir ættingja sem ekki eru vottar Jehóva, skaltu undirbúa þig fyrirfram hvernig þú gætir sagt þeim frá sannleikanum.
5 Hvað ætlar þú að gera í sumar? Þú ætlar án efa að gera eitthvað sem hressir þig líkamlega. En láttu þér ekki yfirsjást mikilvægari tækifæri til að hressa þig andlega með því að halda áfram að setja Guðsríki í öndvegi. — Matt. 6:33; Ef. 5:15, 16.