Spurningakassinn
◼ Hvað ættum við að hafa hugfast þegar við skrifum bréf til húsráðenda sem okkur tókst ekki að hitta heima?
Fjölmargar ástæður eru til þess að okkur reynist sífellt erfiðara að hitta á fólk þegar við förum heim til þess. Bréfaskriftir hafa reynst sumum boðberum hagnýt aðferð til að ná til þessa fólks. Þó að slíkar bréfaskriftir geti borið góðan árangur er þörf á að íhuga nokkur minnisatriði sem geta hjálpað okkur að forðast ýmsa erfiðleika:
Notaðu ekki póstfang Félagsins. Það gæfi ranglega til kynna að bréfið væri sent frá skrifstofum okkar og ylli ónauðsynlegum vandræðum og stundum aukaútgjöldum.
Vertu viss um að nota rétt heimilisfang og að frímerkin nægi fyrir póstburðargjaldinu.
Stílaðu ekki bréfið á “Íbúa“; notaðu ákveðið nafn.
Skildu ekki bréf eftir þegar enginn er heima.
Stutt bréf eru best. Stingdu smáriti eða blaði með í bréfið í stað þess að reyna að skrifa boðskap í löngu máli.
Vélrituð bréf eru mun auðlesnari og hafa jákvæðari áhrif.
Bréf teljast ekki vera endurheimsókn nema þú hafir áður í eigin persónu borið vitni fyrir einstaklingnum.
Ef þú skrifar til persónu sem sýndi áður áhuga ættir þú að gefa upp heimilisfang eða símanúmer til þess að hægt sé að hafa samband við þig. Útskýrðu hvernig biblíunám fer fram.
Láttu fylgja með boð á samkomur safnaðarins. Gefðu upp heimilisfang og samkomutíma.
Eftir að þú hefur skilað inn starfssvæðinu skaltu ekki halda áfram að senda bréf til þeirra sem ekki voru heima á því svæði; boðberinn, sem núna er með svæðið, ber ábyrgð á að fara yfir það.