Þjónustusamkomur fyrir nóvember
Vikan sem hefst 4. nóvember
Söngur 11
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Farið nokkrum orðum um þjónustuskýrsluna fyrir ágúst fyrir allt landið, svo og fyrir ykkar söfnuð. Hrósið söfnuðinum fyrir þá þætti boðunarstarfsins sem hann sinnir sérstaklega vel og hvetjið boðberana til að setja sér verðug og raunhæf markmið í þjónustunni til að keppa að á þessu þjónustuári.
15 mín: „Ferð þú rétt með orð sannleikans?“ Spurningar og svör. Farið nokkrum orðum um „Ástæður þess að athuga Biblíuna“ í Rökræðubókinni, blaðsíðu 58-60.
20 mín: „Það er hið eilífa líf.“ (Tölugreinar 1-5) Eftir stutt inngangsorð um tölugrein 1 skyldi láta tvo hæfa boðbera sýna hvernig nota megi kynningarorðin í tölugreinum 2-5. Minnið söfnuðinn á að nefna framlagafyrirkomulagið þegar fólk þiggur rit. Leggið áherslu á það markmið að koma af stað biblíunámum.
Söngur 57 og lokabæn.
Vikan sem hefst 11. nóvember
Söngur 31
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
20 mín: Hvers vegna að gefa Jehóva? Umræður milli tveggja öldunga þar sem dregin eru skýrt fram aðalatriðin í grein á blaðsíðu 28-31 í Varðturninum (á ensku) frá 1. nóvember 1996. Efnið má líka setja fram í ræðu öldungs ef það hentar betur.
15 mín: „Það er hið eilífa líf.“ (Tölugreinar 6-8) Ræðið kosti þess að nota beinu aðferðina til að koma af stað biblíunámum. Látið reynda boðbera sýna notkun kynningarorðanna í tölugrein 6-7. Bjóðið áheyrendum að segja frá tilvikum þar sem nám var hafið í fyrstu heimsókn. Þegar manni nokkrum var umbúðalaust boðið nám svaraði hann: „Já, komið inn. Ég vil svo sannarlega hafa nám.“ Nám var hafið með honum og næstu viku var öll fjölskyldan með honum í náminu. Ekki leið á löngu uns þau voru öll farin að sækja samkomur og taka þátt í vitnisburðarstarfinu. Hvetjið alla til að taka með sér sitt eintak af viðaukanum við Ríkisþjónustu okkar fyrir júní 1996 á næstu þjónustusamkomu.
Söngur 52 og lokabæn.
Vikan sem hefst 18. nóvember
Söngur 50
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Okkur er falið verk að vinna.“ Spurningar og svör. Komið með fáeinar athugasemdir um tölugreinar 13-16 í Varðturninum frá 1. mars 1988, blaðsíðu 20-1.
20 mín: Stýrum biblíunámum þannig að nemendurnir taki framförum. Ræða starfshirðis. Við höfum notað Þekkingarbókina í biblíunámum í næstum því eitt ár. Líklega hafa sumir nemendur þegar lokið náminu í þeirri bók en aðrir eru komnir vel áleiðis í henni. Við vorum hvött til að einbeita okkur að því að stýra biblíunámunum á þann hátt að þau hjálpuðu sem allra mest hinum nýju að læra sannleikann á skömmum tíma, heimfæra hann á líf sitt og sameinast söfnuðinum. Í viðaukanum við Ríkisþjónustu okkar fyrir júní 1996 voru settar fram ágætar tillögur til að hjálpa okkur að ná góðum árangri sem kennarar. Ræðumaðurinn rifjar í stuttu máli upp sumt af því sem við getum gert til að kenna nemendum á áhrifaríkan hátt, eins og fjallað er um í tölugreinum 3-13 í viðaukanum. Hann einbeitir sér því næst að því sem þarf að gera til að hjálpa nemendunum að taka ákveðna og jákvæða afstöðu með sannleikanum, eins og tölugreinar 14-22 ræða um í stórum dráttum. Lesa skal tölugreinar 15, 17, 20-1. Starfshirðirinn rifjar upp nokkrar jákvæðar skýrslur sem sýna hvernig boðberar safnaðarins hafa náð góðum árangri og hvetur að lokum enn fleiri til að taka þátt í biblíunámsstarfinu.
Söngur 38 og lokabæn.
Vikan sem hefst 25. nóvember
Söngur 21
5 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Tökum þátt í þörfum annarra.“ Ræða öldungs.
10 mín: Spurningakassinn. Umræður við áheyrendur.
15 mín: Takið til umfjöllunar tilboðið í desember. Biblíusögubókin mín verður tilboðið í þeim mánuði. Ræðið um hvernig bjóða má fólki á öllum aldri bókina og hafið tvær til þrjár vel undirbúnar sýnikennslur þar sem bókin er boðin fólki á ólíkum aldri. Komið með tillögur um hvað boðberinn getur gert ef viðmælandi hans segir að bókin sé til á heimilinu. Ef húsráðandi sýnir áhuga ætti boðberinn að binda það fastmælum að koma í endurheimsókn.
Söngur 80 og lokabæn.